Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1927, Blaðsíða 4

Æskan - 01.01.1927, Blaðsíða 4
r* ÆSIÍAN œANN liélt á handtöskunni sinni í annari hendinni og litlum blóm- vendi í hinni, þegar hann steig inn i járnbrautarvagninn, senr átti aÖ í'Iytja hann að heiman, frá mömmu og hernskuárunum, út í lífið. Hann heit á jaxlinn, því mamma mátti ekki sjá, hve hann tók nœrri sér að skilja við hana. Siðasta kveldstundin heima, þegar mamma sat við rekkju lians, eins og hún var vön, og hélt í hendur hans, talaði trúnaðarorð til hans og bað svo „faðir vor“ með honum að lokum, hafði sannað honum það til fullnustu, að mað- ur.má ekki láta sorgina yfirhuga sig. Þeim fanst ómögulegt að skilja, og sú stund svo dimm og þungbær, að þau gátu ekki skilið, hvernig þau gætu afborið hana. En nú skein sólin í heiði og þau höfðu einselt sér að vera sterk og hug- prúð. „Þegar ég liefi unnið mig áfram og er orðinn að manni, þá tek ég þig til mín, mamma! Mundu það, mamma, elsku mamma mín!“ sagði hann um Ieið og járnhrautarlestin fór af stað og þau tók- ust í hendur í siðasta skiftið. Svo flaug lestin áfram yfir Karlberg og áfram í norðurátt. Fyrst um sinn sá liann engan í vagnklefanum, því hann stóð við gluggann og horfði út á meðan hann eygði nokkurn hluta af hænum, sem heimili mönunu hans var í. Þarna stóð gagnfræðaskólinn, þarna skemti- garðurinn og þarna íþróttavöllurinn. Þá leið höfðu þau mörgum sinnum gengið til kirkjunnar, hún mamma hans og hann. Og hann mundi eftir mörgu, sem þau höfðu talað um á leiðinni. „Stattu ekki svona fyrir útsjóninni, drengur“, kallaði einhver höstum rómi fyrir aftan hann, og hann fann, að ein- hver þreif í öxlina á honum. Hanri var bezti drengur, hann Bengt, en þó var meðal annars einn galli í fari hans, sem mamma hans hafði oft bent honum á, og það var meðfætt dramb yf- ir því að „aðalsblóð“ rynni í æðuin hans. Hvorki fátækt móður hans né háðsorð félaganna yfir „konga-svipnum“ gat upprætt þá tilfinningu. Þegar ókunnur maður ávarpaði hann þannig, þá fann hann blóðið í sér hitna og hann var reiðubúinn að svara ónot- um, en svo mintist hann mömmu sinnar og þagði, þó honum væri það enginn liægðarleikur. Hann var sannarlega ekk- ert harn lengur! Hann var orðinn sextán ára. Hann settist niður í eitt hornið á klef- anum og hélt á blóinvendi móður sinnar í hendinni. „Hefir unnustan gefið þér blómin, eða hvað?“ spurði sama hvassa röddin. Bengt leit upp og ætlaði að svara ein- hverjum ónotuin. Honum fanst að þessi bóndadurgur gæti látið það ógert að gera gys að sér. En hann sigraði reiði sina og svaraði: „Nei, hún mamma mín gaf mér þau“. Hann átti erfitt um mál, en leit fast í skýr og gáfuleg augu mannsins. „Slíkt og þvílíkt grænkál væri nú hyggilegra að skilja eftir heirna, þegar maður fer i ferðalag svona einn síns Iiðs“, sagði maðurinn. Bengt þagði og hugsaði til mömmu sinnar. „Það er að segja, ef maður er '1 V •J

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.