Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1927, Blaðsíða 9

Æskan - 01.01.1927, Blaðsíða 9
Æ SKAN 7 unum til að liringja kirkjuklukkumim, hringja inn jólin. Klukknanna lieilögu liljómar lieyrast um víðbláan geim, fagnandi tónarnir flytja frelsið um gjörvallan heiin. Þegar hringingunni er lokið og þeir fara inn aftur, þá er mamraa búin að til- reiða kaffið, og setjast nú allir við að drekka það og gera sér gott af kökunum, sem með því eru. Nú líður dálítill tími. — Mamma fer að ljúka við það, sem gera þarf niðri við, amma fer ofan með lienni, pabbi hallar sér upp í rúm og fer að lesa, en börnin fara að skoða jólagjafirnar, sem þau hafa fengið. Þegar niðriverkunum er lokið, koma þær upp aftur, mamma og amma. Þeg- ar þær eru komnar upp aftur, þá safn- ast allir sarnan kringum orgelið og syngja jólasálma; svo les pabbi lestur- inn og allir hlusta á með eftirtekt. Mamma situr á rúminu hjá pabba og börnin sitja í kringum ömmu rétt hjá. Þegar búið er að lesa lesturinn, fara menn að ganga til hvílu, því á jóla- kveldi er aldrei spilað eða aðrar skemt- anir hafðar um hönd heima. I huga eldra fólksins er þessi stund svo heilög, að ekkert má um hönd liafa, sem valdið gelur minstu háreysti. Al- staðar ríkir kyrð og friðnr; þó að storm- ur og hretviðri æði úti fyrir og kuldinn sé napur, þá livílir ró og friðarblær yfir öllu inni. Ljós er látið lifa alstaðar í hús- inu yfir nóttina. Á jóladagsinorguninn vakna börnin við koss móðurinnar. Hún kemur með kaff- ið og kökurnar og óskar þeim heitt og innilega gleðilegra jóla. Svo kemur amma og pabbi; öll bera fram sönni óskirnar, óshir sem koma frá hjartanu. Nú fara börnin að klæðast. Svo fara þau út til að sækja góðan daginn, svo lilaupa þau inn aftur og bera nú fram með barnslegri alvöru sinar jólaóskir. Jóladagurinn líður fljótt. Um liádegið Jes pabbi lesturinn og allir syngja jóla- sálma; að því loknu ganga menn að störfum sínum, sem nauðsynlega verður að gegna, og flýta sér nú sem þeir frek- ast geta, til þess að verða sem fyrst búnir. Þegar útistörfum er lokið, þá fara menn að klæða sig í sparifötin. Er svo matur fram borinn; er það venjulegast hangið kjöt, lundabaggar, brauð, smjör og allskonar góðgæti, og er það ósvikinn þriggja manna matur, sem hverjum er borinn. Þegar menn hafa matast, er far- ið að skemta sér við spil eða tafl. Á annan dag jóla er það oft siður, að unga fólkið, sem þægilegt á með að ná saman, kemur saman einhverstaðar þar sem gott er húsrúm og skemtir sér; er þá dansinn venjulega aðalskemtunin. Svona líða jólin heima í kyrlátri og saklausri gleði, laus við allan glaum og hark. Þegar ég nú ber þessi jól, sem cg' hefi haldið hér, og þá jólagleði, sem ég liefi notið hér, saman við jólin og jólagleðina heima, þá finn ég svo afarmikinn mun, og sakna sárt jólagleðinnar þar, þó þar séu ekki eins margar og fjölbreyttar skemtanir á boðstólum eins og hér. Sú jólagleði, sem menn öðlast á þann hátt sein skemtanir og glaumur veitir, er ekki varanleg. En sú jólagleði, sem menn hljóta heima, á kyrlátu heimili í friði og ró hjá vinum og vandamönnum, er varanleg. Jólin, sem börnin lifa í foreldrahús- um í æsku, geta veitt þeim þá jólagleði, sem varir alt lífið, og minningin um jólabirtuna í litlu, lágu baðstofunni heima getur lýst bjartara í hug þeirra en hin mörgu björtu rafljós, sem hér lýsa á jólakveldin. Minningarnar frá jólunum heima eru dýrmætur fjársjóður. Á hraðfleygum vindanna vængjurn viknandi þýtur min önd

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.