Æskan - 01.02.1927, Blaðsíða 1
XXVIII. árg.
Reykjavík — Febrúar 1927.
2. blað.
Gleraugun hans afa.
(Lauslega þýlt úr ensku).
Til himins upp hann afi fór,
en ekkert þar hann sér,
því gleraugunum gleymdi hann
í glugganum hjá mér.
Hann sér ei neitt d bréf hé bók,
né blöðin, scm hann fær;
hann fer í ófug fötin sín,
suo fólkið uppi hlær.
Þó biblíuna hafi hann,
sem hæst í skápnum er,
hann finnlir ekki augun sin,
og enga línu sér.
A himnum stúlka engin er
hjá afa lik og ég,
sem ffnni stafinn fyrir hann
og fylgi út á veg.
Hann afi sögur sagði mér
um svartan skógarbjörn,
sém ætti fylgsni úti' í skóg
og æti stundum börn.
Þvi birnir ætu óþekk börn,
en ekki Nonna' og mig,
en þægu börnin þyrftu samt
á þeim að vara sig.
Ó, flýit 'er, mamma', og færðu mig
í fina kjólinn minn,
þá verð ég eins og engilbarn,
fer upp í himininn.
Og reistu stóra stigann upp
og styð við himininn,
svo geng ég upp með glcraugun,
sem gleymdi' hann afi minn.
(„Sólskin" 1916).