Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1927, Blaðsíða 2

Æskan - 01.02.1927, Blaðsíða 2
JM Æ S K A N dSESŒESSSSElESSBBB^^ í• 1 *19 ° ' Wf^k^a" 19 • 79° Saga eftir Hilding Östlund. ,,,,,,,,,,,,,,,,,,, , ;wwwwwwwwwwwwwwwwsvj j örunduu Abom var kennara. sínum mikið hrygðarefni. Hvernig sem með hann var farið, virtist alveg ómögulegt að hnoða nokkurri námsgrein inn í höf- uðið á honum. Það var nú ekki heldur tiltakanlega margbrotið nánl, sem um var að ræða; að. eins það sem kent var í Viðárskóla. Éri það var ekki svo vel, að Jörundur gæti komið því inn í höf- uðið á sér. Ef Vendel gamli, sem var svo einstaklega viðfeldinn kennari, spurði hvenær Gústaf Adolf hefði andast, þá svaraði Jörundur* undir eins: „1718", og ef hann var spurður um dáriardag Earís tólfta, þá svaraði hann sámstund- is r „6. nóveiribér". En þó var hánn enn þáver að sér í landafræðinni. En allra verst gekk þó í reikningnum. Hann kunni ekki einu sinni litlu margföldun- artöfluna. Altaf sagði hann, að 7 sinnum ð yæri 48, því var ekki iir að aka hjá honum, vesalings drengiium. ; Að lokum varð kennarinn uppgefinn á honum og sagði, að hann væri heimsk- ingi og eftir það var hann alt af nefnd- ur heimski Jörundur. Hann var aumk- unarverður, aumingja drengurinn, og það fanst Vendel kennara líka, því Jör- undur var allra bezti og liðlegasti piltur að öðru leyti og gerði sér alt far um að komast í skilning um hlutina. Jörundur hafði reynt að fylgjast með til þessa og vegna þess hvað hann hegð- aði sér vel í skólanum, hafði hann enn þá komist hjá að sitja eftir í bekkjun- um. En á síðustu tímum hafði það nú bæzt ofan á alt annað, að hann virtist vera syfjaður í kenslustundunum. Ef kennarinn spurði hann, hvórt hann væri veikur, þá svaraði hann æfinlega, að hann væri heilbrigður. Jörundur var því og varð kennara sínum hreinasta ráð- gáta. Drengurinn var nú samt enginn heimskingi í raun og veru, það þóttist kennarinn nokkurnveginn viss um. Hann svaraði alt af skýrt og skorinort og þrátt fyrir alt hafði hann greindarleg augu. En samt sem áður var eitthvað áfátt með hann, og kennarinn einsetti sér að ráðgast um það við móður hans, ef ske kynni að unt væri að fá einhverja skýr- ingu á því. Seint um haustið bar svo við eitt kveld, að gömul kona úr sókninni, sem hét Stína o'g var kölluð gamla mamma, kom nærri því hlaupandi til Vendels kennara. Hún var komin yfir áttrætt og var nú svo hrædd, að hún gat varla komið upp nokkru orði. „Ó, herra kennari", stundi hún upp og hné niður á stól. — „Ó!" „Hvað gengur á, gamla mamma?" spurði kennarinn. „Ó, það er svo ískyggilegt!" svaraði hún og réri fram og aftur á stólnum. „Segðu þá frá, hvað um er að vera, gamla mín!" sagði kennarinn. „Það ér svo ægilegt, svo. óttalegt, að þó þér byðuð mér alt gull og gæði ver- aldarinnar, þá færi ég ekki ein heim í kveld". „Hefir þú þá mætt ræningjum á leið þinni, eða hvað?" Stína baðaði út höndunum og svaraði: „Það er nú enn þá mikið verra". „Flökkumannahóp kannske?" „ó, það held ég að væri m'i ekki mik-

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.