Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.02.1927, Qupperneq 2

Æskan - 01.02.1927, Qupperneq 2
10 , . ÆS.KAN || ^exxnlexl^xnn í ^xhárlfi Saga eftir Hilding Östlund. ú önuNDUn Ábom var kennara sínum miltið hrygðarefni. Hvernig sem með hann var farið, virtist alveg ómögulegt að hnoða nokkurri námsgrein inn í höf- uðið á honum. Það var nú ekki heldur tiltakanlega margbrotið náni, sem um var að ræða; að. eins það sem kent var i Viðárskóla. En það var ekki svo vel, að Jörundur gæti komið því inn í liöf- uðið á sér. Ef Vendel gamli, sem var svo einstaklega viðfeldinn kennari, spurði hvenær Gústaf Adolf hefði andast, þá svaraði Jörundur undir eins: „1718“, og ef h^nn var spurður um dánardag Karís tólfta, þá svaraði hann samstund- is: „6. nóvember". En þó var hann enn þá ver að sér í landafræðinni. En allra verst gekk þó í reiltningnum. Hann kiinni ekki einu sinni litlu margföldun- artöfluná. Altaf sagði hann, að 7 sinnum 9 væri 48, því var ekki úr að aka hjá honuin, vesalings drengnum. Að lokum varð kennarinn uppgefinn á honum og sagði, að hann væri heimsk- ingi og eftir það var hann alt af nefnd- ur heimski Jörundur. Hann var aumk- unarverður, aumingja drengurinn, og það fanst Vendel kennara líka, því Jör- undur var allra bezti og liðlegasti piltur að öðru leyti og gerði sér alt far um að komast í skilning um hlutina. Jörundur hafði reynt að fylgjast með til þessa og vegna þess hvað hann hegð- aði sér vel í skólanum, hafði hann enn þá komist hjá að sitja eftir í bekkjun- um. En á síðustu tímum hafði það nú bæzt ofan á alt annað, að hann virtist vera syfjaður í kenslustundunura. Ef kennarinn spurði hann, hvort hann væri veikur, þá svaraði hann æfinlega, að hann væri lieilbrigður. Jörundur var þvi og varð kennara sinum hreinasta ráð- gáta. Drengurinn var nú samt enginn heimskingi í raun og veru, það þóttist kennarinn nokkurnveginn viss um. Hann svaraði alt af skýrt og skorinort og þrátt fyrir alt hafði liann greindarleg augu. En samt sem áður var eitlhvað áfátt með hann, og kennarinn einsetti sér að ráðgast um það við móður hans, ef ske kynni að unt væri að fá einhverja skýr- ingu á því. Seint um haustið bar svo við eitt kveld, að gömul kona úr sókninni, sem hét Stína og var kölluð gamla mamma, kom nærri þvi hlaupandi til Vendels kennara. Hún var komin yfir áttrætt og var nú svo lirædd, að hún gat varla komið upp nokkru orði. „Ó, herra kennari“, slundi hún upp og hné niður á stól. — „Ó!“ „Hvað gengur á, gamla mamma?“ spurði kennarinn. „Ó, það er svo ískyggilegt!“ svaraði hún og réri fram og aftur á stólnum. „Segðu þá frá, hvað um er að vera, gamla mín!“ sagði kennarinn. „Það er svo ægilegt, svo. óttalegt, að þó þér byðuð mér alt gull og gæði ver- aldarinnar, þá færi ég ekki ein heirn í kveld“. „Hefir þú þá mætt ræningjum á leið þinni, eða hvað?“ Stína baðaði út höndunum og svaraði: „Það er nú enn þá mikið verra“. „Flökkumannahóp kannske?" „Ó, það held ég að væri nii ekki mik-

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.