Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1927, Blaðsíða 3

Æskan - 01.02.1927, Blaðsíða 3
ÆSKAN U ið.Ég er ekki sérlega smeyk við þá. Ne,i, það er annað miklu verra". „Þá get ég ekki skilið hvað er á seiði". Þá hallaði gamla konan sér að hon- um og hvíslaði: „Það er reimt í kirkjunni". Vendel kennari gat ekki að sér gert að hlæja, en við það reiddist Stína gamla. „Jæja, hann þarf nú ekki að ímynda sér að ég sé rugluð eða því um líkt. Nei, ég var svo vel vakandi og með fullu ráði eins og núna og sá það með eigin aug- um, og var meira að segja með gleraug- un, að það var ljós í kirkjunni og ég heyrði orgelhljóminn svo yndislegan eins og á jóladagsmorguninn!" „Nei, Stína mín!" sagði kennarinn og reyndi að sannfæra hana um, að "henni hefði hlotið hæði að missýnast og mis- heyrast, en það var alveg ómögulegt. Að lokum varð Stína gamla svo gröm í geði, að hún rauk á dyr og gleymdi alveg heit- ingum sínum um að fara ekki ein heim hvað sem í boði væri. Þegar Vendel kennari var orðinn einn, þá settist hann niður og fór að. brjóta heilann um þetta, sem Stína gamla hafði verið að segja. Hann komst samt ekki að neinni niðurstöðu, því hann taldi víst að gamla konan hefði verið frávita af hræðslu og æsingi. Honum gat ekki hug- kvæmst, að neinn ætti erindi í kirkjuna á þessum tíma. Kirkjan stóð afskekt frá öllum bæjum, langt frá prestsetrinu, og kirkjuþjónninn bjó rétt hjá því og Vendel sjálfur bjó í skólahúsinu, sem einnig var langt frá kirkjunni. Væri nokkur í kirkjunni, þá hlutu það ann- aðhvort að vera flakkarar eða þjófar, og það gæti verið hættulegt vegna silfur- muna kirkjunnar. En hann gat ekki skilið, hvers vegna slíkir kumpánar væru að kveikja Ijós og spila á orgelið. Alt í einu rauk hann upp. „Það dug- ar ekki fyrir mig að sitja svon'a! Það getur eitthvað verið á seiði í kirkjunni". Hann þreif yfirhöfn sína og höfuðfat; einnig tók hann með sér sterkan göngu- staf, sem hann átti; — hann gat, eftil vildi, komið að liði. Að stundu liðinni var hann koniinn svo langt áleiðis, að hann sá kirkjúna og þar var svarta myrkur. Hann hélt samt áfram alla leið, þvi honum þótti það vissara. Hann láuk upp skrúðhúsdyrunum og gekk þar inn og eftir kirkjunni alla leið upp að orgelinu; Þar kveikti hann ljós og leit eftir því, hvernig nótnabækurnar lágu. Ein nótnabókin var horfin! Hvað átti nú þetta að þýða? Vendel kennari var orgelleikari við kirkjuna og vissi þvi upp á hár, hvaða bók það var sem vantaði. Það var safn af forspilum og lirvals löguin eftir ýmsa fræga tónsnillinga. Hann hafði sjálfur gefið kirkjunni það, því hún var fremur fátæk af nótnabókum. Og nú var það horfið! Það sýndi sig nú, að Stína gamla hafði bæði séð og heyrt rétt. Það voru engir hugarórar iir æstum heila gömlu mömmu. Það hafði verið spilað í kirkj- unni. Þetta var hrein ráðgáta. Hvaða undra- vera gat hafa brotist inn í kirkjuna, spil- að á orgelið, tekið eina nÖtnabók og far- ið svo út og ekki hreyft við neinu öðru? Hver veit nema hreyft hafi verið við ein- hverju öðru? Kennarinn flýtti sér niður í kirkjuna aftur og inn í skrúðhúsið og bjóst við illu einu. Hann opnaði skápinn, sem geymdi silfurmuni kirkjunnar, en þar var alt með kyrrum kjörum. Þetta var þó hlálegt! Hann lokaði kirkjunni og hélt heimleiðis. Á leiðinni datt honum í hug ,að ekki væri óhugsandi að dóttir kirkjuþjónsins hefði spilað á orgelið, því. hún var sóngvin og var einmitt að læra að leika á orgel, en svo mundi hann eftir því, að hún átti hljóðfæri sjálf og notaði það, svo þetta var jafndular- ftilt eftir sem áður.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.