Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1927, Blaðsíða 4

Æskan - 01.02.1927, Blaðsíða 4
12 Æ S Iv A N Daginn eftir þennan viðburö kom „heimski" Jörundur í skólann jafnsyfj- aður og vant A’ar. Mamma hans kom ineð honum þenna dag, og henni var ó- skiljanlegt, hvernig hann gæti verið svona syfjaður, því hanil færi alt af jafn- snemma að sofa og aðrir á kveldin og vaknaði eins og aðrir á morgnana. Nokkru seinna um daginn hitti Vendel kirkjuþjóninn og spurði hann, hvort Brita dóttir hans hefði nokkuð spilað á kirkjuorgelið kvöldið áður. „Spilað á kirkjuorgelið?" sagði liann, forviða og ýtti gleraugum sínum upp á cnnið. „Nei, ég held nú síður, Brita litla var lasinn í gærkveldi og fór sneinma að hátta“. „Ég spurði nú bara svona“, sagði kennarinn, „því hún Stína, gamla marnnia, fullyrti, að hún hefði heyrt orgelhljóina frá kirkjunni í gærkveldi". Kirkjuþjónninn hló. „Já, hún Stína gamla sér nú alt af ofsjónir, hvar sem hún fer. Seinni part dagsins sat kennarinn og leiðrétti stíla og það var orðið framorð- ið þegar hann var búinn að því. Það var mesta illviðri úti, stormur og stórrign- ing. Honum fanst, því ekki árennilegt að leggja út í njósnarför í þetta sinn og bjó sig í þess stað til þess að taka á sig náðir. Þá var alt í einu barið hart að dyr- um. Hann opnaði dyrnar og Kristófer gamli frá elliheimilinu gekk inn. „Ó, afsakið mig, góði maður“, sagði Kristófer gamli, „en ég var sjónarvottur að slíku undri núna, er ég gekk fram hjá kirkjunni, að ég mátti til ineð að segja yður frá því“. „Svo-o? Var Ijós þar?“ spurði kenn- arinn. „Já-á“. „Var verið að spila á orge!ið?“ „Já-á. — En hvernig stendur á að þér vitið þetta? Voruð þér þar sjálfur?“ „Nei, nei, en vertu rólegur, karl minn“. „Er þetta þá ekki reimleiki, efa hvað?“ Kennarinn hló. „Nei, ég held nú síður. Vofur eru engar til“. „Hum, ja, ég er nii á dálítið anii'i i skoðun í því efni“, sagði gainli maður- inn, „og eitthvað er þetla undarlegt“. „Heldurðu að það sé spilað þar enn- þá?“ „Já, — ég veit þó reyndar ekki“. „Komdu með mér og svo skulum við aðgæta hvað á seiði er“. Gamli maðurinn varð ótlasleginn við þessi orð: „He, — he — nei, ég má til með að flýta mér heim, held ég, ég v.erð annars lokaður úti“. „Þú skall fá að sofa lijá inér í nótt ef svo fer“. „Þakka yður fyrir, þökk — en------“. Og Kristófer gamli hypjaði sig á burtu hið bráðasta, bráðara en honum var trú- andi til jafngömlum manni. Litlu seinna vat' kennarinn kominn í regnklæði og lagði af stað eftir dalnum með staf i hendi áleiðis til kirkjunnar. Þegar hann átti svo sem tvö hundruð metra ófarna til kirkjunnar, sá hann Ijós þar inni og var það slökt í sömu andránni. Hann hljóp við fót. Nú skildi þessi gáta ráðast, hvað sem tautaði. Þeg- ar hann kom að næsta horni kirkjugarðs- ins, þá sá hann einhvern hoppa yfir garðinn hinu megin. „Stattu kyr!“ hrópaði hann. Maðurinn nam staðar eitt augnablik, en tók svo tii fótanna eins og um lífið væri að tefla og hvarf inn í skóginn. Vendel lcennari geklc inn um skrúð- húsdyrnar og upp að orgelinu og ltveikli Ijós. Þá sá hann að nótnabókin horfna var aftur komin á sinn slað. Kennarinn hélt svo heim aftur í rign- ingunni og einsetti sér að hafa hendur i hári kirkjugestsins daginn eftir. Leið svo til næsta dags. Þann dag var Jörundur ver á sig lcom- inn en nokkru sinni áður. Það var eins

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.