Æskan

Volume

Æskan - 01.02.1927, Page 7

Æskan - 01.02.1927, Page 7
ÆSKAN 15 Jörundur kom í skólann daginn eftir og var mjög smeykur, því hann bjóst við ósvikinni refsingu, sem kennarinn hefði ekki viljað veita honum í kirkjunni ltveldið áður. En úr henni varð nú saint ekkert. í þess stað spurði kennarinn hann eftir skólatíma: „Langar þig mikið til að læra að spila?“ Það birti yfir Jörundi og hann svaraði snögt: „Já!“ Og endalokin urðu þau, að kennarinn sagði prestinum frá öllu saman, og fyrir hans liðsinni fékk Jörundur að loknu skólanámi að leggja stund á hljómlist. Og það nám gekk honum mun betur. Honiim gekk, meira að segja, svo vel við það nám, að sá dagur kom, að Jörundur, sem einu sinni var kallaður „heimski“, var búinn að Ijúka prófi í hljómlist með ágætis vitnisburði og crðinn stjórnandi fyrir stórum hljóðfæraí'lokk. ÞeLta átli hann reimleikasögunni í Viðárkirkju að þakka, því ef honum liefði ekki hugkvæmst að fara til kirkj- unnar að æfa sig, þá er óvíst að hljóm- listargáfa hans hefði nokkurntíma kom- ið i ljós. Ljós Guðs. ^TEp^ iNU sinni var lítil stúlka, María að nafni, á sjóferð með föður sínum, sem var skipstjóri á stóru skipi. Einn daginn sat hún á þilfari og horfði á Jim gamla, sem var að lagfæra skipslampana. „Hvað ert þú að gera?“ spurði hún. „Ég er að fægja ljóskerin", svaraði gamli hásetinn. „Til hvers eru þau höfð?“ spurði María. „Þau eiga að lýsa i myrkrinu, svo við rekum okkur ékki á önnur skip, okkur eða þeim til tjóns“. María horfði á hann enn um stund, en svo liljóp hún burt til leikjá sinna. En / daginn eftir kom hún aftur á sama stað til þess að sjá, live fögur ljóskerin urðu við meðhöndlun Jims gamla. Meðan hún sat þarna, kom snörp vindhviða og reif með sér dálítið af baðmull, sem karlinn notaði við fæging- una. Sér til skelfingar heyrði María Jim gamla blóta hræðilega i reiði sinni út af þessu. Litla stúllcan hljóp í mesta ofboði inn í káetu föður síns og kom þaðan aftur að vörmu spori með pappaspjald í hend- inni og á það var letrað ritningarorð með stórum stöfum. Hún rétti gamla Jim spjaldið og hann tók við því og las orðin: „Þú skalt ekki leggja nafn Drottins Guðs þíns við hé- góma, því Drottinn mun ekki láta þeim óhegnt, sein leggja nafn hans við hé-, góma“. Gamli maðurinn .leit framan í barn- ið og spurði hálf-sneypulegur: „Hvers vegna sýnir þú mér þetta?“ „Af því, að þetta er líka ljós eða Ijós- ker, sem varnar okkur að fara út af réttri leið“, sagði María litla með al- vöru. „Þetta er Guðs boð. Vissirðu það eltki Jim gamli?“ Hásetinn beygði höfuð sitt og sagði svo litlu seinna: „Jú, María litla, þetta hefi ég lært hjá henni mömmu minni, þegar ég var á þínum aldri, en ég hefi gleymt að nota það sem ljós á lífsleið minni og þess vegna hefi ég svo oft syngdað á móti því. Framveg- is mun ég reyna að nota það, á saina hátt og við notum stóru lamp- ana í ljóskerinu. Ég vil ógjarnan að lífs- flevið mitt sökkvi til grunns".

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.