Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1927, Blaðsíða 8

Æskan - 01.02.1927, Blaðsíða 8
1G Æ S K A N Aðvörun. ftihfarandi smásögu segir lækn- ir einn, Gordon Stables að nafni: Ungur piltur, Jakob að nafni, hafði verið mjög veikur og spurði lækn inn: „Var ég kominn að dauða, læknir?" „Já, því sem næst. Þú hefir alls ekki þolað þessar miklu vindlingareykingar". „Það getur þó ómögulega verið álit yðar, að þessir meinlausu vindlingar séu skaðlegir fyrir unga drengi?" sagði Jakob. Læknirinn sagði honum, að sjúkdóm- urinn hefði ekki bugað hann eihs og hann gerði, ef hann hefði ekki reykt svo mikið af vindlingum og bætti svo við: „Vindlingareykingar eru einn hinn skæðasti óvinur æskulýðs vorra tíma. Um 100 kílómetra hcðan er grafreitur, sem aldrei hefði þurft að verða til, ef drengirnir, sem þar eru grafnir, hefðu aldrei reykt vindlinga. Það út af fyrir sig, að þeir reyktu, var ekki orsök- in í dauða þeirra. En það veiklaði þá svo, að þegar þeir urðu veikir af ein- hverjum alvarlegum sjúkdómi, þá höfðu þeir ekki nægan viðnámsþrótt. Það var nú auðvitað þeim fyrir beztu að fá að deyja, því þeir hefðu aldrei getað orðið annað en veiklaðir og vesalir menn". „Stendur tóbakið í vegi fyrir vaxtar- liroska drengja?" spurði Jakob. „Því spyr þú svona, drengur? Sér þú ekki næg dæmi þess deginum ljósari. Vindlingareyking veiklar og sljóvgar starfsemi hjartans, svo það hefir ekki afl til að færa ýmsum pörtum líkamans nægilega mikið blóð. Auk þess verður blóð það, sem hjartað á að starfa með, óheilnæmt, vatnsblandað og óhreint. Þú ert hvitur eins og skæni sjálfur, Jakob, og vöðvar þínir magnlausir. Ef þú held- ur áfram vindlingareykingunum, þá verður þú aldrei að manni". „Scgðu ekki meira!" æpti Jakob. „Ég ætla að hætta að reykja. — Frá þessari stundu reyki ég ekki einn einasta vind- ling". — Og hann stóð við orð sín. Táknamál. Úr þessu á að lesa nafn á íslenzkú blaði. Nafnagáta. 2. A A A A A A Raðið þessum stöfum þann- A Á I) F F G ig, að efst verði kvenmanns- í í L L L N nafn, og ef línurnar eru svo N N N Ó R Ö lesnar niður eftir, komi út 6 kvenm.nöfn (þar af tvö stuttnefni). — Dís. Eins, og þó annað. ii. Bóndinn á Gili, sem var hár maður og slána- legur, hafði lofað bóndanum á Grund, að lána honuin mann eina viku um sláttinn. En þegar til kom sveik hann það. Þá sagði . Grundarbóndinn: „Þessi — svifti mig alveg þessu —". A. S. i. Það var — á túninu og þá tók hún — hana. G. I. A. Kóngagáta. 5. Fjórir konungar stjórna einu ríki samtímis, og þá má nærri geta, að órói sé í því riki. Að visu eru þcir latir, en í hvert skifti, sem þeir hreyfa sig, er það til þess að heyja stríð. Bj. G. „ F A N N E Y ". Öll heftin 5 í skrautbandi fást nú send út um land gegn 7 kr. póstkröfu. Sömu- leiðis 3 þau fyrstu í kápu á 1 kr. hvert. Aðalbjörn Stefánsson, Gutenberg, Reykjavík. Útgefandi: Sigurjón Jónsson. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.