Æskan

Árgangur

Æskan - 01.06.1927, Blaðsíða 1

Æskan - 01.06.1927, Blaðsíða 1
******************** * * J Hjarðsveinninn. $ * Þýzk saga. * ******************** Og það fór alt vel. Kristján steig upp i ræðustólinn reikull á fótum og lang- aði mest til að snúa aftur. Angistar- svitinn draup af enni hans, þegar hljóðfærið þagnaði, og hinn hlustandi áheyrendaskari leit upp til lians. Hon- um var mjög stirt um mál og hann talaði lágt í fyrstu, en eftir því sem leið á rÆðuna, óx honum hugur og rómurinn varð. snjallari og skýrari, svo að orð hans hljómuðu með lífi og krafti aiidans og' náðu að hafa djúp áhrif á tilheyrendurna. Ræða hans var ekki eingöngu vel hugsuð og vel samin frá sjónarmiði skynseminnar, heldur var hún einnig gegnsýrð af lífsreynslu og innilegum kærleika, sem kom frá hjartanu og fann því leiðina til hjartnanna og vakti samvizkuna. Þess vegna var eins og heyra mætti djúpt andvarp frá söfn- uðinum, er Kristján lauk máli sínu. Kandidatinn heyrði ekki hinn glaða og fjöruga sálmasöng, sem fylti kirkj- una eftir prédikunina og hann veitti þvi ekki einu sinni eftirtekt, er hann þagnaði. Hann lá á knjánum inni í skrúðhúsinu og g'rét. Meðhjálparinn varð því að minna hann á að lýsa blessun Drottins frá altarinu. Þetta var nú í fyrsta en ekki síð- asta sinni, er Krislján prédikaði, Sóknarpresturinn átti lengi í þessari hálsveiki. Hann fór lil l>aðstaðar sér til heilsubótar, en það liafði engin gagn- leg áhrif. Kristjáni óx kjarlcur og kraft* ur í hvert sinn, er hann sá söfnuðinn fylla kirkjuna. Að lokum fór það svo, að vinur hans, presturinn, varð að láta af prestskap fyrir fult og alt og leita sér annarar atvinnu, sem ekki reyndi svo mikið á raddfærin. En söfnuðurinn hað einhuga um að fá Kristján Langeberg fyrir prest. Hann hafði sjálfur margt við það að athuga og var mjög tregur til þess, en lét þó að lokum til leiðast. Hjarð- sveinninn varð svo hirðir Drottins hjarðar eins og til stóð, móður sinni göxnlu til óumræðilegrar gleði. „Nú veiztu það víst, Kristján, að án bænar blessast ekki þetta starf“, mælti hún. „Já, móðir mín“, svaraði Kristján glaður. „Það veit ég vel nú orðið, og ef ég hefði eklti lært að hiðja í skóla þjáninganna, þá lxefði ég lieldur aldrei lært að prédika, „því Guð stendur gegu

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.