Æskan

Árgangur

Æskan - 01.06.1927, Blaðsíða 2

Æskan - 01.06.1927, Blaðsíða 2
42 ÆSK AN dramblátum, en veitir auðmjúkum náð“. „Ég get ekki neitað þvi, Kristján, að ég er dálítið hikandi“, sagði greif- inn, þegar Kristján þakkaði honum fyrir það traust, er sér væri sýnt með því að veita sér embættið. „Ég verð að segja eins og er, að mér finst guð- rækni þín vera orðin óþarflega yfirdrif- in þetta síðasta ár og ég óttast að okkur semji ekki sem bezt, þegar þú ert orð- inn prestur hér. En ég vona að þú látir skynsemina hafa yfirráðin og minnist þess, að kröfurnar eru nú ekki eins strangar í veruleikanum eins og prédikunum prestanna“. „Ég mun æfinlega kappkosta að prédika Guðs orð og lifa eftir þvi“, svaraði Kristján. „Ég mun kappkosta að víkja aldrei um hársbreidd frá því, því það er bezt, bæði fyrir mig og yður, herra greifi". En þeim kom ekki vel saman, greif- ftnum og prestinum. Greifinn gat ekki fyrirgefið unga prestinum, að hann sýndi mönnunum veg frelsisins, skýrt og skorinort, og gerði alvarlegan og skýran greinarmun á ríki Drottins og ríki þessa heims. Einu sinni lá nærri að hinn aldraði fósturfaðir hans hrinti honum út úr húsi sínu, og eftir það steig greifinn aldrei fæti sinum í Guðs- hús. Kristján gat þá ekki haft áhrif á hann til afturhvarfs með prédikun- um sínum, en hann treysi Drotni og ákallaði hann nótt og dag og bað hann um afturhvarf hins aldurhnigna manns. Þegar hann gat ekki talað um Guð við greifann, þá talaði hann þess meira við Guð um fóstra sinn, en lang- ur tími leið svo að alt virtist árang- urslaust. Greifanum fanst tíminn lengi að líða eftir missi lconu sinnar og eftir að synir hans fóru til háskólans. Leit- aði hann sér þá afþreyingar við spil og veiðiferðir. Hann umgekst nágranna sina, eigendur hallanna þar í grendinni, mikið og var því sjaldan heima. Eitt laugardagskvöld sat ungi prest- urinn í lestrarstofu sinni og bjó sig undir prédikunina daginn eftir. Fanst honum þá eins og Guð hvísla í hjarta sér orðunum: „innan skamms", og snerust þá hugsanir hans í auðmjúka og glaða þakkarbæn. Ó, að sú stund mætti koma „innan skamms“, að ást- lcær fósturfaðir hans sneri sér til Guðs. Þá var alt í einu barið á garðs- hliðið, ákaft og lengi, og Kristján opn- aði gluggann og spurði, hvert erindið væri. Hann heyrði hest hneggja og mannsrödd, sem hann kannaðist vel við, mælti: „Hleyptu mér fljótt inn; ég má til með að tala við þig“. Rétt á eftir stóð Falkenberg greifi í lestrarstofu prestsins. „Hjálpaðu mér nú!“ mælti hann ná- fölur og varir hans titruðu. „Reiði Guðs er yfir mér!“ Hann fleygði samanbögluðu bréfi á borðið og presturinn tók það og las: „Ástkæri og dýrmæti faðir ininn! Þegar þú færð þetta bréf, þá er son- ur þinn eklci lengur í tölu lifenda. Ég hefi svívirt nafn vort og glatað sæmd minni. Til þess að bjarga mér úr skuldum, hefi ég gefið. út falska víxla og nú er það komið upp um mig. Líf i vansæmd er verra en dauðinn. Ó, faðir minn, hvers vegna druknaði ég ekki, þegar ég var barn? Hvers vegna bjargaði Kristján mér þá? Hvar er hinn miskunnsami Guð, sem gerir alt vel? í þessu hefir honum hlotið að skeika og mér er rórra við að vita það. En ég verð að játa það fyrir þér, faðir, að mér óar við eilífðinni. En ég hefi svo oft heyrt þig segja, að allur þessi ótti við eilifa glötun væri öfgar einar og ofstæki veiklaðrar í- myndunar. Miskunnsamur Guð mun á- reiðanlega ekki fyrirdæma neinn. Ég

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.