Æskan

Árgangur

Æskan - 01.06.1927, Blaðsíða 3

Æskan - 01.06.1927, Blaðsíða 3
Æ S K A N 43 þalcka þér fyrir þessi orð, kæri faðir; þau eru huggun mín á þessari stund og þau hjálpa mér yfir hið erfiðasta. Ó, fyrirgefðu, fyrirgefðu mér, vesalings harninu þínu. Refsing mín er þung. Leyf mér að hvíla við hliðina á ást- kærri móður minni sálugu og gleymdu að þxi hafir nokkurntima átt slíkan son sem mig. Ég kyssi þig ótal sinnum. Líði þér vel! Þinn Theodór". Bréfið var tárvott. Ungi presturinn stóð stundarkorn orðlaus og hugsandi frammi fyrir greifanum, sem starði á hann eftirvæntingaraugum. „Ljáið mér hest yðar, herra greifi“, sagði hann svo fullkomlega rólegur. „Guði sé lof að ég kann að sitja hest, því ég verð að vera kominn til Kiel l’yrir dögun. En yður bið ég að ákalla Drottinn án afláts um að för mín verði ekki árangurslaus. „En það er nú þegar orðið of seint“, sagði greifinn. „Hið ógæfusama barn mitt er fyrir löngu liðið lik. Ó, Drott- inn miskunni mér!“ „Guði er elckert ómáttugt“, sagði Kristján. „Ég treysti almætti hans og vísdómi til fullnustu, en þér skuluð l)iðja þess, herra greifi, að för mín verði ekki til ónýtis. Þér skuluð vera’ kyr hér í herbergi mínu. á meðan ég nota hestinn yðar; öllu öðru mun Drott- inn sjá fyrir“. * Að stundarfjórðungi liðnum reið ungi presturinn af stað út í nátt- myrkrið, en greifinn fleygði sér flöt- um niður við hægindastólinn, sem hann hafði sezt á, fól andlitið í svæfl- unum og grét beysklega. Frá djúpi hjarta hans steig neyðarópið: „Drottinn Jesús, miskunnaðu mér! Vægðu mér, herra! Bjargaðu barninu minu!“ Kóngurinn með tannpínuna. gg (Eftir Johs. Hansen-Iíongslöv). ((£} m (Niðurlag). En áfram með söguna. Stúdentinn lá úti i glugganum og trumbuslaginn hrópaði niðri á götunni: „Kóngurinn gefur þeim dóttur sína, sem getur losað hann við tannkýlið innan tveggja daga!“ En hvað hann hlustaði grant eftir þessu, ræfils stúdentinn! Hann hugsaði með sér: Það væri nú ekki svo vitlaust, ef maður gæti það. En til hvers er fyrir mig að vera að hugsa um slíkt! Auðvitað var hánn að lesa læknisfræði og ætlaði sér að verða læknir; en hann var ekki kominn svo langt, að hann gæti nokkuð læknað. En gaman væri nú samt að freista hamingjunnar. Daginn áður mætti hann kóngsdótturinni á götunni. Hann lineigði sig þá fyrir henni, hneigði sig djúpt, eins og aðrir, en þá kinkaði hún kolli til hans og brosti. Já, og nú fanst honum með sjálf- um sér, að hún hefði ekki brosað við neinum nema sér. Og nú rifjaðist upp fyrir honuin, að sér hefði einmitt orðið eitthvað svo órótt í huga sínum innanbrjósts við brosið hennar. En hvað var þetta að marka! Hún mátti máske til að brosa til allra; en samt var hún sæt og góð. Stúdentinn varpaði öndinni léttilega, spratt á fætur, fór og sló öskuna úr pípunni sinni í ofnskúffuna. Því að rétt í þessu datt honum það í hug, sem fór eins og leiftur um hann allan. Hann stóð nú fyrst grafkyr og tók að hlæja af öllum lífs- og sálarkröft- um. (Framh.)

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.