Æskan

Árgangur

Æskan - 01.06.1927, Blaðsíða 8

Æskan - 01.06.1927, Blaðsíða 8
48 ÆSK AN 1. XóXXnX ÓXaXXr XeXXi XrXóX XóX XaXXi XiXíXXr XXeXXn Felunöfn. Hér eru falin 8 karlmanns- nöfn. Þegar búið er að setja réttu stafina í stað krossanna, þá mynda upp- hafsstafirnir 9. nafnið. 5. S. Stafaþraut. 2. A A A A A Þessum stöfum á að raða Ð F H þannig, að efst verði nafn I á fuglafælu, síðan er flýtir, K K N samhljóður og tvö ílát. N R S T Æ Þegar búið er að að finna réttu orðin, er miðlínan ofan frá niður eftir nafn á blaði. A. S. Eins, og þó annað. 3. Hann — á — sat á — og hélt á — í hendinni. 4. Þessi setning stóð í ritgerð, sem maður samdi um vitleysuna: )>Afleiðingar — eru —((. A. S. Munið 1. júlí. Þá þurfa allir kaup- endur að vera búnir að borga „Æsk- una“ til þess að hljóta slcilnaðarkaup- bætinn. „Rauði riddarinn“ er nú tilbúinn til prentunar. Hann verður sendur öllum skuldlausum kaupendum jafnskjótt og hann er prentaður og tilbúinn til sendingar. Útsölumenn athugi vel orðsending- una í desemberblaðinu s. I. ár. Kaupendur! Hafið þið lesið orðsend- inguna, sem fylgdi marzblaðinu og at- hugað hana vel? Er ekki vert að taka hana til greina? Orðhepni. Skotar hafa orð á sér fyrir að vera orðhepnir. Eftirfar'ándi saga cr sögð um skozkan prest og sannar hún þetta. Presturinn mætti einum af slæping- um sveitarinnar allmjög ölvuðum við dyrnar á prestsetrinu. „Ég er kominn hingað til að hafa tal af prestinum". „Jæja“. „Ég ætla að láta prestinn vita af þvi, að ég trúi ekki á Guð“. „Það veit ég“. „Vitið það! Hvernig getur presturinn vitað það?“ „Biblían hefir sagt mér það“. „En sá þvættingur! Hvað hefir biblí- an sagt um mig?“ „Hún segir: Heimskinginn segir í hjarta sínu: Enginn Guð!“ Manninum varð orðfall um stund og gaut augunum á prestinn. Loks rendi hann grun í sannindi þessara orða. „Eg sé, að presturinn færist und- an að svara mér ákveðið. Hvernig vit- ið þér, að ég sé heimskingi?“ „Ég veil það af því að biblían segir: Vínið er spottari, sterkur drykliur glaumsamur, og hver sá, er drukkinn reikar, er óvitur". ,,Magne“. Barnabókin „Fanney“ fæst í Vestmannaeyj- um hjá Steini Sigurðssyni klæðskera. Æ S K A N, BARNABLAÐ MEÐ MYNDUM. 12 blöð á ári og Jólablað 32 síður. Verð árg. kr. 2.50. Borgist fyrir 1. júlí. Útsölumenn fá 20% i sölulaun. Afgreiðslustofa Þórsgötu 4, Itei/kjauík. Pósthólf 12. Talsími 504. Útgefandi: Sigurjón Jónsson. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.