Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1927, Blaðsíða 7

Æskan - 01.07.1927, Blaðsíða 7
ÆSK AN 55 $ £ % Hugsanir Rósu. § o o ósa var á gangi uppi í brekkunni fyrir ofan bœinn. Hún átti að vaka yfir tún- inu. Nú átti iiún að vaka ein löngu og fögru vornóttina. Oft hafði Villi litli, bróð- ir hennar, fengið að vaka með henni, en iiann var búinn að vcra mikið veikur og mamma beirra var búin að vaka daga og nætur yfir honum. Nú var hann dáinn, og nú þarf mamma ekki lengur að vaka yfir né hjúkra litla drengnum sínum. Himnafaðirinn er búinn að hvíla þau öll, og taka litla drenginn i sina blessaða föðurarma og hlúa að honum hjá englum sinum á himnum. Ó, hvað elsku, litla bróður líður nú vel, liugsaði Rósa. Þó þótti iienni svo sárt, þegar hann dó. Það snerti instu strengi hjarta licnnar, að sjá bróður sinn deyja, en hún gladdi sig i þeirri von, að lienni mælti auðnast síðarmeir að samfagna með honum i dýrðar-riki Drottins á himnum. Mintist hún þess þá, hvað Guð cr óútmálanlega góður og náðugur öllum sínum börnum, sein honum trej’sta. Hrestu og styrktu þessar liugsanir hana eftir liróðurmissinn. — Fyrir rúm'u ári liafði liún gefið Guði hönd sina og hjarta við hina lielgu fermingarathöfn, og unnið það iieit, að vera gott og hlýðið barn lians til dauð- ans. Húu liugsaði sér að leitast við að feta i fótspor Jesú, barnavinarins mesta, og hjálpa öllum, sem bágt eiga, eftir þvi sem hún gæti. Hún minnist þess jafnframt, að alt bið fagra og fullkomna, sem gleður allar óspiltar sálir, kemur frá Drotni, vorið með öllu sínu j'ndi og einnig sumarsins bliðudagar, þegar öll fögru blómin blómgast. Úr þessum draumkendu hugs- unum sinum vaknaði hún við það, að liúu lieyrði lambajarm skamt frá sér; leit hún þá upp og sá, að féð var farið að dreifa sér um lúnið. Hún liljóp á fætur og rak féð með seppa sínuin af túninu og austur með hliðinni. Litlu lömbin voru létt á fæti, hlupu fram fyrir mæð- ur sinar, og voru kát i kvöldkyrðinni. Svo dreifði féð sér austur með hlíðunum, alt nið- ur að stóra stöðuvatninu, sem lá þar niður- undan og bláu fjöllin spegluðust svo yndis- lega i. Rósa gekk upp i hliðina, og fékk sér sæti á litlum klettastalli, og var fögur sjón að lita yfir sléttlendið þuðan. Féð var nú Iagst og litlu lömbin bældu sig við barm mæðra sinna, kviðalaus fyrir komandi degi. Öll nátt- úran var lögst til hvíldar, blómin höfðu lagt saman hlöðin sin full af tárum, og biðu eftir ástarkossum sólarinnar, sem nú var farin að uppljóma austurloftið. Þýður kliður barst frá birkitrjánum austur í hliðunum Fuglarnir voru eflaust að fara með morgunsöngva sína og fagna nýjum degi. Rósa var lieilluð af feg- urð og dýrð vorsins. Kæru jafnöldrur! Það er liolt fyrir okkur unglingana, að hugsa mikið um náttúruna, hennar dýrð og l’egurð, en einkuin þann, sem alt þetta liefir skapað. Það hefir góð áhrif á hjörtun, og að virða fvrir sér fegurð Iiimins, með liinum ótölulega himinhnattafjölda og lilikandi norðurljósum á björtum vetrarkvöld- um, cða þegar sólin rís úr ægi á fögrum vor- inorgnum. Að ógleymdri þeirri yndislegu feg- urð, sem sólarlagið á vorin og sumrin hefir i för með sér, þegar sólin er sigin bak við sjón- deildarliringinn og bjarmi kvöldroðans gj'llir vesturloftið. „Vor Jesús tvent á jörðu sá, sem jafnan gladdi hann: Hin góðu börn og blómin smá, því barn var sjálfur hann“. Sigga (15 ára). >aooooooo<jc»5ciac(ocíaocí<jooooooaaí SYstkinin. sooooooooooooooooooooooooooac inu sinni voru tvö systkini, sem hétu Hans og Kristin. Hans var bliðlyndur, en ákaflega bráður. Kristin var aftur á móti rólynd og stilt, en ekki alveg laus við að vera dálítið langrækin. Svo bar við einn dag, er þau liöfðu orðið ósátt, að Kristin var send til kaupstaðarins. Um leið og hún fór, kom bróðir liennar til liennar og spurði hana, livort liann ætti ekki að fylgja hcnni á leið.. Honum var fljótt að renna reiðin, en þvi var öðruvisi varið hvað Kristínu snerti. Hún virti hann ekki svnrs, held- ur liélt leiðar sinnar i reiði. Hún fann saint til dálítils samvizkubits út af þessu á leiðinni, og þegar liún kom i kaup- staðinn, kcypti hún dálítið góðgæti hgnda Hans. Þegar liún kom heim aftur, var Hans ekki heima við og settist liún þá inn i garðskálann og beið lians þar. Kristín sat lengi um kyrt, en ekki bólnði á Hans. Það var langt i kaup-

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.