Æskan

Árgangur

Æskan - 01.08.1927, Blaðsíða 2

Æskan - 01.08.1927, Blaðsíða 2
58 Æ S K A N ******************** * * J Hjarðsveinninn. { * ÞýzU saga. * * * ******************** (Niðurlag). Greifinn hélt kyrru fyrir alla nótt- ina í lestrarstofu prestsins. Hann var svo örmagna af þreytu og geðshrær- ingu, að hann féll í svefn í hæginda- stólnum. En illir draumar ásóttu hann, svo hvíld hans varð lítil. Hann, dreymdi, að sonur sinn væri á leiðinni til gálgans og þótti honum hann benda á föður sinn og segja: „Sjáið, þetta er hann, sem á sökina á því, hvernig komið er fyrir mér“. Svo dreymdi hann, að Theódór lægi í blóði sinu undir vagnhjólum hans og þótti honum móðir hans leggja líf sitt í hættu til þess að bjarga honum, en Theódór sagði: „Það er hann faðir minn, sem hefir fleygt mér þarna, móðir mín!“ Hann vaknaði með hryllingi og sveipaði kápu sinni fastara að sér og gekk út í garðinn: En hann var hálf- smeykur við stormþytinn í trjánum og honum fanst hann heyra rödd konu sinnar hrópa úr öllum áttum: „Hvar er Theódór? Hvar er hann Theódór?" Hann sneri inn aftur til lestrarstof- unnar og settist i hægindastólinn. Hann sofnaði brátt og nú dreymdi hann, að hann stæði við sjávarströnd- ina eins og um sumarið fyrir mörgum árum. Hann sá son sinn i lífsháska, en hann sá hjarðsveininn líka og nú var hann í hempu Kristjáns prests og flýtti sér drengnum til hjálpar. Þótt- ist hann þá hrópa til konu sinnar: „Vertu róleg! Hann hjálpar honum! Hann hjálpar honum!“ Greifinn þaut upp í annað sinn, en í þetta sinn féll hann á kné, fórnaði hönduin til himins og mælti: „Guð, þú ert miskunnsamur og þér getur ekkert verið ómáttugt. Beyg þig í náð þinni niður til okkar og frelsa liann og mig. Þú styrktir trú Gídeons mcð teiknum og undrum; þú ert hinn sami Guð enn og getur enn þá gert máttarverk: Ég trúi, herra, en hjálpa þú vantrú minni!“ Það var eins og nýtt líf streymdi um hann allan og hann stóð upp og hélt af stað frá prestsetrinu heim til sín. En heima gat hann ekki haldist við inni, heldur ráfaði um í hallargarðin- uin allan daginn, þangað til hann gat varla staðið á fótunum fyrir þreytu. En hjartakvíðinn rak hann úr einum staðnum í annan, í stöðugum ótta við það að fó hinar hræðilegustu fréttir á hverri stundu. Öll liðin æfi hans leið í'yrir sálarsjón hans og hver hugsun hans varð að Iiæn og hver stuna að angistarópi. En Langeberg prestur kom nú skyndilega og óvænt í ljós á veginum niður í garðinn. Þegar greifinn kom auga á hann, misti hann alt í einu all- an mátt, rak upp angistaróp og féll meðvitundarlaus til jarðar. Presturinn flýtti sér að koma hon- um til hjálpar, tók hann í fangið, hall- aði liöfði hans upp að brjósti sér og hvíslaði í eyra hans: „Theódór er heirna lijá mér og bíður eftir að faðir hans geri boð eftir honum“. Greifinn raknaði við, reis upp með miklum erfiðismunum, leit framan í Kristján og spurði: „Er hann lifandi?" „Já“, svaraði presturinn, „ég færi yð- ur óumræðilegan náðarboðskap. Sonur yðar, sem var dauður, sjá, hann lifir!“ „Hann lifir!“ æpti greifinn og þaut upp. „Lifir hann í raun og veru?“ „Já, íyrir náð guðs“, svaraði prestur- inn. „Komið nú og styðjið yður við mig; ég skal svo segja yður á leiðinni, hvað Drottinn hefir gert fyrir yður, svo

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.