Æskan

Árgangur

Æskan - 01.08.1927, Blaðsíða 7

Æskan - 01.08.1927, Blaðsíða 7
Æ S K A N 63 perlu, sem dauðlegum manni getur hlotnast; hann hefir verðveitt hana, geymt hana í hjarta sínu, hún er aleiga hans, hún er augasteinn sálu hans, þessi dýrmæta perla nefnist öðru nafni kærleikur. Æfiferill þessa ungmennis er eitt kærleiksverk. Hin farna æfibraút hans er stráð blómum ástríki, kær- leika og' elsku til þeirra, sem bágt eiga. lig vildi gefa ykkur inildan og rétt- látan konung eftir minn dag, en rétt- látiír er sá einn, sem kærleikann hefir. Kg vildi gefa dóttur mina ástrikum manni, en ástríkur er aðeins sá, sem kærleikann á til. Æfi þeirra manna, sem hingað til hafa beðið dóltur minn- ar, hefir verið ötuð misgerðum þeirra, afrekin, sem þeir hafa guinað af, hafa verið lituð blóði og hatri; auðæfi þeirra hafa vérið pínd út úr fátæklingum, en þessi maður, sem ég hefi nú ákveðið að skjddi verða eftirmaður minn, hef- ir aldrei ill aðhafst; þess vegna geymir hann nú hina dýrmætustu eign manns- sálarinnar óskemda i hjarta sínu. — Alt þetta hefi ég skynjað með gleraug- nin þeim, sem ég nú ber. Þið hirðmenn mínir inunið víst eftir dvergabörnunum tveimur, sem ég skilaði til bústaða sinna fyrir nokkrum árum, er við vor- um á dýraveiðum; gleraugun gaf inér faðir þeirra í þakklætisskyni, og hafa þau náttúru, að hveiy sem ber þau, gelur lesið hugrenningar livers manns, sem liann sér og einnig séð aififeril lians frá vöggu til grafar“. Að svo mæltu sneri konungur sér að dótlur sinni og spurði, livorl hún vildi ekki giftast manni þeiin, sem hann hefði nú áltveðið lienni og var það auð- sótt mál. -— Var þá slegið upp veizlu inikilli, sem slóð yfir í hálfan mánuð. í henni var margt manna, þar á meðal var dvergurinn, sem gefið hafði kon- ungi gleraugun. Að veizlunni lokinni voru allir leystir út með gjöfum mikl- uin og góðum.. Héll -svo hver heim til sin glaður í bragði. Af því konungur var nú tekinn að eldast, íekk hann ríkisstjórnina í hendur tengdasyni sínum, sem lifði vel og lengi ásamt drotningu sinni, og gátu þau sér mikla frægð um heim all- an fyrir mildi og inanngæzku. Helgi Hannesson, Hnífsdal. ® ® ® ffl w Hvernig menn verða þrælar. Eftir W. Foerster. ffl ffl um ykkar hafa líklega lesið barnabókina „För Gúllívers til Putalands". Þeir, sem hafa gert það, muna víst eftir sögunni og mynd- inni af því, hvernig Gúllíver var bund- inn af „putunum“. Þessir litlu stúfar hefðu ekki getað bundið liann vakandi eða gert honum neitt annað mein, en á ineðan liann svaf, komu þeir og vöfðu óteljandi þráðum uin hann, svo liann gat ekki með nokkru móli staðið upp. Þannig fara ýmsir slæmir ávanar með oss. Þeir eru . „putarnir", sem leggja oss í bönd, þegar vér erum sofandi. Menn verða ekki þrælar lyginnar, þjól'- gefninnar, geðvonzkunnar eða óregl- unnar alt í einu. Nei, þær læðast að mönnununi ósýnilegar og óafvitandi, og hljóðlaust vefja þær þræði við þráð utan um þá. Alt í einu rakna menn við og' ætla að risa upp, en þá verða þeir þess fyrst varir, að þeir hafa ver- ið yfirunnir í svefni og eru nú þrælar „putanna", það er að segja: Þessa eða

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.