Æskan

Árgangur

Æskan - 01.08.1927, Blaðsíða 8

Æskan - 01.08.1927, Blaðsíða 8
61 ÆSK AN hins ávana eða Jastar. En [)á cr það oftást nær orðið all ol’ scint ;íð vita það. Þannig er það oft nieð ósannsöglina. Menn verða ekki lygarar á einum sól- arhring. Ef það yrði á svo skömmum tíma, þá mundi mönnum veitast létt að venja sig af því. Nei, það eru liinir ó- teljandi þræðir, sem menn eru reyrðir með smátt og smátt. Oft líður langur tími áður en menn eru orðnir þrælar að fullu og öHu. þyrjunin er oft smá ónákvæmni og ýkjur. — Sveinn hefir fengið stranga skipun um að flýta sér heirn, en hann tefur sig nokkuð á þvi að horfa í búðarglugga. Loks sér hann að hann verður að herða sig heim, ef vel á að fara. Þá mætir hann frænku sinni, sem hiður hann að hlaupa mi fyrir sig og fá peningaseðli skift í smápeninga. Þegar hann kemur heiin, ávítar móðir hans hann fyrir að vera svona lengi, en hann svarar: ,,Eg mætti henni frænku og tafðist við að gera henni dálítinn greiða“. Hann hefir aldrei skrökv'að áður og þess vegna trú- ir mamma hans honum og er hann á- nægður yfir að hafa fundið svona ein- falt ráð til að komast hjá ávítum. Það var þó að niinsta kosli nokkuð satt í því, sem hann sagði í þetta sinn, en í næsta skifti her hann fyrir sig hrein ósannindi, t. d.: „Eg varð að hjálpa kennaranum að taka til í bekkjarskápn- um eftir skólatima". -—■ Gæti maður nú sýnt hónum myndina af Gúllíver eða sagt honum frá honum, væri ekki ólík- legt, að hann rankaði við sér í tæka tíð og gæfi gaum að „putunum" og þeirra starfi. Svipað er það um drykkjufýsnina. Enginn maður verður drykkjumaður af þeirri ástæðu einni, að hann hefir drukkið of mikið einu sinni. Hann ven- ur sig á það smátt og smátt. Svo verð- ur hann þess var, einn góðan veður- dag, að hann er orðinn þræll drykkju- fýsnarinnar, að hún cr orðin honuni yfirsterkari. Það er óinögulegt að lýsa þeirri örvæntingu, sem margir menn — og það bæði góðir og göfugir inenn að eðlisfari — hafa orðið að líða í þess- um þrældómi. Þið segið ef til vill: „Það er engin hætta á því, að við verðum drykkjumenn!“ — Jæja, hvernig vitið J)ið það nú fyrir víst? „Putarnir“ byrja ekki starf silt fyrst þegar J)ið eruð orð- in fullorðin. Nei, þeir vita vel, að hæg- ast er að sitja um þann, sem ungur er. Flestir þeirra manna, sem urðu drykkjumenn á fullorðinsárum, lélu magann og tunguna stjórna sér mót- þróalaust á æskuárunum. Misskiiningur er þaö, sem ég hcfi orðið var víð í bréfum sumra kaupendanna, að Æsk- nn hœtti að koma út um næstu áramót. Hún heldur áfram að koma, þó ég iiætti að gefa hana út. Það er ekki fullráðið enn, hver eða hverjir taka við hcnni, en mun verða skýrt frá þvi í blaðinu jáfnskjótt og það er ákveðið. HamV riddarinn er nú nærri því fullprentað- ur oi,' verður sendur kaupendum úti um land- ið svo fljótt sem auðið er eftir að hann er I ilhúinn. Kaupendumir hafa yfirleitt brugðist vel við og borgað skilvíslega yfirstandandi ár til þess að missa ekki Rauða riddarann. ÞÓ eiga nokkr- ir óborgað enn og getur l>að stafað af þvi að borgunin hafi tafist á leiðinnj. Ég hefi nú á- kveðið að senda hana öllum kaupendum, sem verða skuldlausir í. seplemher, eða um það leyti sem bókin verður tilbúin til sendingar. T>eir, sein ekki verða búnir að borga þá, verða að semla 50 aurum meira, eða !l krónur fyrir cintakið af Æskunni, ef þeir vilja eignast Rauða riddarann. „Fanney“ fæst hjá bóksölum í Reykiavík. Útgefandi: Sigurjón Jónsson. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.