Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1927, Blaðsíða 1

Æskan - 01.09.1927, Blaðsíða 1
XXVIII. árg. Reykjavik — September 1927. 9. blað. Sigurður litli. Eftir Lars Jaastad. : r.fflANN Siggi litli kom i heiminn i hjáleigu einni spölkorn frá sjó. Þar var hann búinn að vera alla liðna æfidaga; það var ekki nema stöku sinnum, sem hann hafði komið á aðra bæi; heimilið hans var svo gott, að enginn maður á jörðunni gat ósk- að sér annars betra. Þar áttu báðir bræður hans heima og allar systurnar hans fjórar saman. Þar voru þau pabbi hans og mamma. Þau áttu 2 kýr og sauði, lömb og grís. Á sumrum spruttu bláber í hólunum rétt fyrir ofan bæinn, og þegar að hausti leið, þá vöru gæsaber og vín- ber, epli og perur á boðstólum í ald- ingarðinum. Hnetur spruttu á hesli- runnunum og rósir í klungurbrekk- unum.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.