Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1927, Blaðsíða 2

Æskan - 01.09.1927, Blaðsíða 2
66 ÆSKAN Fyrir neðan lá fjörðurinn djúpur og blár. Þar voru eimbátarnir og drógu langa reykjarrák á eftir sér. Margt kom Sigga litla í hug, þegar hann var á gangi. Hann var nú samt ekki nema fimm ára. Margt fékst hann við og margt gerði hann, en þó var meira ógert. Stundum kom í hann svo mikill vinnuhugur, að hann vissi ekki á hverju hann ætti fyrst að byrja. Hann tók þá hamar sér í hönd og hljóp á burt upp i kletta og lét hamarinn dynja á klöppinni, þangað til úr henni molnaði. Ef hann hefði nú bara átt sér duglegan járnfleyg, þá skyldi hann hafa klofið sér stærðarhellur úr klöpp- inni, því að ekki var annað að sjá en að klöppin væri helluberg. Það var enginn endir á því, sem hann ætlaði sér að gera, þegar fram liðu stundir. Það mátti sjá á augunum i honum Sigga litla, að hann festi þau á ein- hverju góðu og göfugu, sem engan enda tæki. En hvernig stóð á því, að bræður hans og eldri systurnar hans fengu að fara með mömmu þeirra á stöðulinn á kvöldin, þegar hún fór að mjólka kýrnar þar, en hann fékk ekki að vera með þeim? Ekki var honum þó þungt um spor- ið. Þau sögðu, að það væri svo langt og hann yrði þreyttur, og þá yrðu þau að bera hann. En hann var nú búinn að margsegja þeim, að hann gæti geng- ið alla leiðina sjálfur. Þau sögðu, að hann skyldi fá að fara með þeim annað kvöld. En svo kom annað kvöld og það fór á sömu leið og áður ¦— hann fékk ekki að fara með þeim. En það var svo ósköp gaman þarna úti á stöðlinum. Þar voru allar kýrn- ar af höfuðbólinu saman komnar. Og þar var rauðskjöldótti bolinn, sem stundum öskraði á kvöldin! Nei, nú þoldi hann ekki lengur mátið, — næsta kvöld kvaðst hann endilega vilja fara. „Jæja, þú mátt fylgja mér inn að Merkikeldu", sagði þá mamma hans. Jæja, það var þó partur af leiðinni. En þau áttu nú ekki að fá hann til að snúa aftur, þegar þangað væri komið. Mamma hans batt nú mjólkurskjól- una í burðarkörfuna. Ása, elzta systir hans, átti að verða.þeim samferða inn að Keldu og fara svo með hann heim aftur. Þetta sagði mamma. Svo lögðu þau þrjú af stað. En Siggi litli hafði nú sínar hugsanir fyrir sig. Og fyr en varði voru þau komin að Keldu. „Nú verðið þið' að fara heim aftur", sagði mamma. Siggi litli bað nú svo innilega sem hann framast gat, að hann mætti fara alla leið á stöðulinn. Hann fór líka að háskæla; honum fanst svo ósann- gjarnt að svona væri með sig farið. Ása tók hann þá fastataki og hélt hon- um, en mamma hans skauzt inn á bak við bjarkirnar og heslirunnann og hvarf samstundis. Ása slepti þá Sigga, og þarna stóð hann, en hún fór að tína sér heslihnet- ur; hún leitaði og fann. Siggi litli kærði sig ekki vitund um hneturnar, og sett- ist niður i grasið. Áður en langt um leið var Ása kom- in svo langt inn í runnana, að Siggi sá hana hvergi. Þá var það, að Sigga flaug í hug, að nú skyldi hann gera strik í reikning- inn. Nú hugsaði Siggi með sér: Ég legg af stað upp að stöðli rakleiðis aleinn. Ég kem þangað, þegar mamma er sem óð- ast að mjólka! Hún verður nú dálitið hissa, þegar hún sér mig; en ég verð henni samferða heim aftur. En nú verð / i

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.