Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1927, Blaðsíða 3

Æskan - 01.09.1927, Blaðsíða 3
ÆSKAN 67 ég að flýta mér; annars nær Ása í mig aftur. — Og svo stökk hann af stað. Hann þekti sig talsvert upp eftir veg- inum, því að það var sami vegurinn og heybandsvegurinn þeirra. Þangað hafði hann stundum farið með þeim. En stöð- ullinn var lengra uppi, en hann var viss um, að hann rataði, þó að hann hefði ekki komið þangað fyrri. Hann greikkaði nú sporið og komst hærra og hærra upp eftir. Nú sá hann niður yfir höfuðbólið álengdar, þar sem stóra húsið var. Vegurinn lá í krókum inn á milli trjánna og stóru steinanna. Hann kom þá að kleif einni og kleif nú upp á háan klett. Þegar hann horfði fram af þessuin háa hamri, þá sundlaði hann. Ekki gekk hann al- veg fram a brúnina, hann vildi fara varlega, svo að hann dytti ekki fram af. — En rétt fyrir aftan hann var annar svartur hamar; beint út úr honum bunaði ískalt vatn. Þar var langur hell- ir og mátti sjá af ýmsu að margskon- ar skepnur höfðu hafst þar við. Nú fór hann að litast um eftir stöðl- inuin. Hann var víst enn þá hærra uppi. Siggi litli var nú kominn þangað sem hann þekti sig ekki; aldrei hafði hann komið þarna fyrri. Þar þaut þröstur milli trjánna. Þar stóð asktré svo hátt, að aldrei hafði hann slikt séð fyr, og teygði greinarnar í allar áttir. Fór nú að dimma af kvöldi eða hvað? Honum fanst dagur vera að kvöldi kominn og farið að dimma. Það var víst bezt að fara að hraða sér; mamma yrði líklega búin að mjólka, þegar hann kæmi. Og hann gekk nú lengi, lengi. Það voru Ijótu hamraskörðin og klettakleif- arnar, sem hann varð að klifa. En á- fram barst hann. Nú sá hann fyrir víst, að farið var að skyggja. Og það var orðið allskuggsýnt, þeg- ar hann kom auga á bæ. Þá varð Siggi glaður. Nú var honum eitt kot kærra en allur skógurinn. Hann varð auðvitað að ganga i bæinn og spyrjast fyrir. En húsið að tarna var æði skrítið. Fyrst og fremst voru engar á þvi dyrnar. Og skrítið var það að innan líka. Þar var ekkert gólf, heldur hey- hrafl, þar sem gólfið átti að vera, eng- inn stóll, sem hægt væri að setjast á, og enginn maður. Þegar hann var búinn að skoða hús- ið í krók og kring, þá leizt honum ekki á og varð ógn hnugginn. Hann fór nú að hrópa á mömmu, ef hún kynni að vera svo nálægt að hún heyrði til hans. Enginn svaraði. Altaf dimmaði meira og meira, það leit ekki út fyrir annað en að nú væri komin svarta-nótt. Gat hann alls ekki fundið stöðulinn? Ekki var nú annað fyrir hendi en að halda áfram. Og svo lagði hann aft- ur af stað. Honum stóð hinn mesti geigur af þessu undarlega húsi. Eftir litla stund kom hann að skið- garði. Það voru færigrindur. Hver vissi nema að það kynnu að vera stöðul- grindurnar? Rétt í þvi að hann ætlaði að ganga inn, heyrði hann ys mikinn. Og fyr en hann vissi af, sá hann að fyrir fram- an hann stóð heill sauðahópur innan grindanna og gláptu allir á hann. Þar var stórhornóttur hrútur og leizt Sigga svo á, að hann væri til að stanga. Siggi stóð nú fyrir utan grindurnar. Hann einblindi á sauðina og þeir á hann. Sauðir eru nú ekki vanir að vera meinlegar skepnur. En hann var þeim ókunnugur, hann hafði aldrei séð þá fyrri. En ekki þorði hann að ganga inn i grindurnar.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.