Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1927, Blaðsíða 6

Æskan - 01.09.1927, Blaðsíða 6
70 ÆSKAN ******************** * ? * „Óhappadagur" Maju. * * * ******************** Ú verður að gera það sem þú getur, Maja mín", sagði mamma. „Það var óheppi- legt, að hún Elín frænka skyldi verða veik einmitt í dag, á laugar- degi, þegar við þurfum að þvo og gera alt hreint fyrir helgina. En hún er nú einu sinni orðin veik og hefir eng- an til að hjálpa sér neitt nema mig, það litið sem ég get gert fyrir hana; ég verð því að leggja af stað. Littu nú vel eftir honum Lilla, svo hann fari sér ekki að voða. Þú' verður að reyna að búa til einhvern miðdegismat handa; ykkur eftir föngum; ég veit að þú ert ekki svo ósinnug þegar á reynir. Ég skal svo reyna að koma heim aftur ekki seinna en kl. 6. Verið þið nú sæl, börnin mín, og Guð veri með ykk- ur!" Að svo mæltu tók móðir þeirra körf- una á handlegg sér og flýtti sér af stað. En Maja settist niður við borðið og fór að hágráta. „Það er ég viss um, að engin stúlka í heiminum er ólánsamari en. ég!" kveinaði hún. „Sumarfríinu er nú lok- ið og Alma, Eiríka og þrjár aðrar stúlk- ur ætluðu að koma við hérna í dag og ætluðum við að fara í skemtilega berja- ferð saman síðasta daginn. Og nú verð ég að sitja heima yfir þessum strák- hvolp! Úh! Það er ekki svo vel að við fáum almennilegan miðdegismat — uhu uhu — tautaði Maja með grátekka eins og hún ætlaði að springa. „Afuju gáta dú, Maja?" spurði litli bróðir og reyndi að stinga litlu hend- inni á sér í lófann á systur sinni og horfði meðaumkunaraugum á grátandi andlit hennar. „Uss, þú 'ert ljóti strákurinn! Ég verð að sitja hér yfir þér i staðinn fyrir að skemta mér við berjatínslu", sagði Maja og stjakaði ónotalega við honum. Hans litli snéri sér vonsvikinn við, en í vorkunnsemi sinni sagði hann þó: „Auminda Maja gáta", um leið og hann fór. Maja hélt áfram snökti sínu og skeytti ekkert um hvert Hans litli fór. „Hó, Maja, Maja, hó!" heyrði hún glaðar raddir hrópa til sin utan af tún- inu. „Nú erum við tilbúnar, flýttu þér nú og komdu með!" Maja gekk út til þeirra. Þarna voru allar telpurnar komnar með berjaílátin á handleggnum. í berjaílátunum voru þær með matarböggla og mjólkurflösk- ur. En hvað þær allar áttu nú gott! „Ég get ekki farið með ykkur", sagði Maja grátandi. „Frænka mín varð veik og mamma varð að fara til hennar. Ég verð að vera heima og passa Lilla". „Æ, hvaða vandræði! Getum við ekki tekið hann með okkur?" sagði Alma. „En hvar er hann nú!" hrópaði Maja óttaslegin. Enginn hafði séð drenginn. Þá var hans leitað umhverfis húsið og i garð- inum, en alt kom fyrir ekki; hann var hvergi finnanlegur. „Við mættum honum ekki heldur", sögðu telpurnar. Nú varð Maja alveg frá sér af hræðslu. Hún hljóp i ofboði út allar traðir og þaðan út á veg. Þar mætti hún stúlku og spurði hana, hvort hún hefði ekki mætt litlum dreng með rauða húfu. „Jú, ég mætti honum á veginum nokkuð langt í burtu á leið að brúnni", svaraði hún. Maja tók þá til fótanna og hljóp sem mest hún mátti og loks kom hún auga á Lilla með ljósgulu lokkana og rauðu húfuna, sem sólin glampaði á. Leið nú ekki á löngu áður en hún náði í hann.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.