Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1927, Blaðsíða 7

Æskan - 01.09.1927, Blaðsíða 7
ÆSKAN 71 „Hvers vegna fórstu svona langt í burtu, Hans?" kallaði hún til drengs- ins. „Hans í'aja ti mamma, mamma e gó, Maja vond", sagði Lilli mjög há- tíðlega. „Maja skal líka vera góð", sagði nú Maja við hann og kysti rjóðar kinn- ar hans. „Vil dú þa?" sagði Lilli hálf-vantrú- aður. „Já, já, þú skalt komast að raun um það, en þá máttu heldur ekki fara frá mér aftur!" Svo tók Maja Lilla og leiddi hann heim. Telpurnar voru nú allar farnar í berjaheiðina og óánægja Maju öll rok- in á bak og burt við þenna atburð, sem hefði getað haft svo hörmulegar afleið- ingar, ef drengurinn hefði komist út á brúna og dottið i ána. Þegar Maja kom heim og sá, hve ó- þrifalegt var umhorfs í baðstofunni og það á laugardegi, þá datt henni gott ráð í hug. „Nú skal ég taka til og hreinsa alt, áður en mamma kemur heim", sagði hún við sjálfa sig. Hún gaf Hans litla mjólkurbolla og stóra, smurða brauð- sneið; jafnframt léði hún honum ým- islegt smádót til að leika sér að. Þar næst kveikti hún upp eld í elda- vélinni, sótti vatn í brunninn ög setti þvottavatn yfir eldinn. Að því loknu bjó hún um rúmin og- lagaði alt inni. Svo þegar þvottavatnið var orðið nægi- lega heitt, þá fór hún í útslitinn kjól- garm utan yfir föt sín og þvoði gólfin vel og vandlega og ræstaði alt inni og frammi, fægði alt, sem fægja þurfti og gekk frá öllu svo snyrtilega og með slíkum dugnaði að undrum sætti. Þá eldaði hún líka handa þeim graut til miðdegisverðar og fórst það prýði- lega, þó hún hefði aldrei gert það áð- ur og væri ekki nema liðlega • 10 ára gömul. Grauturinn var ágætur og þau snæddu hann með beztu lyst bæði syst- kinin. Maju fanst hún aldrei hafa smakkað jafngóðan graut. Þegar máltíðinni var lokið, þvoði hún upp öll matar- og drykkjarilátin og fægði kaffiketilinn, hvað þá annað. Þegar öllu þessu var nú lokið, var klukkan langt gengin sex. Þá setti hún kaffiketilinn yfir eldinn, svo mamma hennar gæti fengið sér heitan kaffi- sopa, þegar hún kæmi heim. Loks fór hún út í garðinn, tíndi saman stóran og fagran blómvönd og setti hann í glas á mitt borðið. Þá sá hún mömmu sína koma eftir veginum ógn þreytulega að sjá. Þeg- ar hún kom heim að bænum, nam hún staðar og virtist mjög undrandi. „Hverju sætir þetta?" tautaði hún við sjálfa sig. „Hlaðið sópað og gang- urinn þveginn! Skyldi hún Anna dótt- ir nágrannans hafa verið hjá okkur í dag?" Hún gekk inn og ekki minkaði undrun hennar við það, er hún sá þar alt sópað og prýtt á allar lundir og Hans litla þveginn og greiddan og í hinu blíðasta skapi. „Hver — hver hefir gert þetta alt?" spurði hún. „Maja gó, Maja geja alt!" sagði Hans litli og togaði í pils mömmu sinnar. „Það er hún Maja mín, sem hefir þá gert þetta alt", sagði þá móðir þeirra. „Þú ert þá reyndar verulega dugleg stúlka. Ég þrælaði mér svo út hjá frænku í dag, að ég sárkveið fyrir öll- um verkunum, sem biðu mín, þegar ég kæmi heim — og nú þarf ég ekki annað að gera en hvíla mig. Þakka þér fyrir, Maja mín!" Að svo mæltu settist hún niður dauðþreytt. Tárin komu fram í augun á Maju; í þetta sinn var það ekki af óánægju. Hvað haldið þið svo að hún hafi hugsað um, þegar hún kom með kaff- ið handa mömmu sinni? Hún var að

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.