Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1927, Síða 8

Æskan - 01.09.1927, Síða 8
ÆSK AN ?2 hugsa um það, að þessi dagur, sem byrjaði svo raunalega, væri skemtileg- asti dagurinn á æfi hennar. „Eos“. M. <a M* inariréf Kæru, ungu vinir! Nú, þegar sumarið er að hverfa og veturinn fer í hönd, langar mig til að ávarpa ykkur nokkrum orðum. Þið hafið víst allflest notið sumar- hlíðunnar og hins heilnæma og hreina sumarlofts í ríkum mæli á liðnu sumri. Þið hafið leikið ykkur með barnslegri gleði í hinni dýrlegu náttúru landsins okkar. Ó, live hið liðna dýrlega sum- ar, með hlessað sólskinið og hlýjuna, var fagurt! Hvert grasstrá, sem gægist upp úr jörðunni, hvert blóm, sem bær- ir krónu sína, hver fugl, sem flýgur syngjandi um geiminn, hver sólargeisli, sem lýsir og vermir, er sendiboði skap- ara síns og Drottins og segir einróma: „Trúr er Guð og man sín heit!“ Þegar þið, kæru, litlu vinir, fagnið yfir fegurð sumarsins og leikið yklc- ur glöð í skauti náttúrunnar, þá lítið ekki einungis á blómskrýddan völlinn, blikandi sjóinn eða hinn tignarlega fjallahring, heldur lítið einnig upp til Guðs hins algóða, sem í óumræðileg- um kærleika sínum hugsar um alt og alla, og gleymið ekki að lofa hann og þakka honum. Nú byrjar skólaveran hjá ykkur aft- ur. Útitekin, hraust og með endurnýj- uðum kröftum eflir sumarið, takið þið til við námið. Þið ykkar, sem eruð meðlimir í barnastúku, takið þar einn- ig ótrauð til starfa og haldið örugg áfram göfugu starfi fyrir Guð og gott málefni. Ekkert ykkar gleymir heiti sinu, þegar þið minnist þess, hve Drott- inn hefir trúlega haldið heit sín við ykkur. Hverju hafið þið, barnastúkubörn- in, lofað? Þið hafið lofað að forðast alla Ijóta og skaðlega siði og setja ykkur fögur áform, — að ganga fram í sannleika og hreinleika, að vera góð og gera það, sem gott er. Minnist þess þá, að þið, hinir ungu, eruð að hjálpa til að vernda landið ykkar og byggja það upp með daglegu starfi ykkar, hvort heldur sem er i skólanum, barnastúkunni eða heima á heimili ylckar; þið eruð að búa ykkur undir að verða góðir synir og dætur landsins. Kæru, ungu vinir! Þið hafið hlust- að á lofsöng sumarsins og glaðst yfir honum. Jesús, bróðir ykkar og bezti vinur, gleðst af hinu sama, því hann veit, að það er alt lofsöngur til hans, en þó gleðst hann enn meira af kærleika ykkar í hvert sinn er þið gerið eitt- hvað gott og göfugt. Þið megið vera þess fullviss, að störf ykkar, þau er ég áðan nefndi, eru góð og göfug og auka gleði Jesú.. Þess vegna óska ég ykkur allra heilla og blessunar í öllu góðu verki. Vinur nklcar. Barnabókin „Fannev" fæst í Vestmannaeyj- um hjá Steini Sigurðssyni klæðskera. Æ S K A N, BARNABLAÐ MEÐ MYNDUM. 12 blöð á ári og Jólablað 32 sfður. Verð árg. kr. 2.50. Borgist fyrir 1. júli. Útsölumenn fá 20% í sölulaun. AfgreiSsluslofa Þórsgötu A, Reykjavtk. Pósthólf 12. Talsími 504. Útgefandi: Sigurjón Jónsson. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.