Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1927, Blaðsíða 1

Æskan - 01.11.1927, Blaðsíða 1
XXVIII. árg. Reykjavík — Nóvember 1927. 11. blað. O „Deiskt var það!“ Eftir August Steinhamar. (Niöurl.) „Þú verður að þegja eins og' steinn Um það við mömmu, pabba og afa“, sagði Hans og gerði sig byrstan. — En það voru nú bara lótalæti. „Nei, nei!“ Siggi fullyrti það. Hann hét því öllu ineð gleði, sein Hans krafðist af honum. „Jæja, þarna er það þá, drektu það hiklaust, hvolfdu því i ]iig“, sagði Hans hvatlega og glaðlega; Hans þóttist nú einu sinni hafa leikið vel. Barnið tók staupið og svelgdi það í sig í einu lcasti. En Siggi rak upp org — hann stóð á öndinni. Það var eins og hann hefði fengið krampakast. „Þegiðu, strákangi!“ Hans setti nú staupið og flöskuna í einu hendingskasti upp í skápinn aft- ur og skelti aftur hurðinni. Greip hann svo í herðar Sigga og hristi hann og skók af öllum kröftum, þangað til Siggi rak upp org aftur. „Þegiðu, strákangi!“ Hans fór nú ekki sjálfum að verða um sel, hljóp eins hratt og hann gat með Sigga út úr stofunni og þvert yf- ir húsagarðinn og á bak við þreskiláf- ann. Hann settist niður í brekkuna og reyndi eins og hann gat að hugga Sigga, en Siggi hikstaði og grét sárt og lengi. Að stundarkorni liðnu fóru þeir Hans og Siggi að leika sér á bak við

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.