Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1927, Blaðsíða 3

Æskan - 01.11.1927, Blaðsíða 3
ÆSK AN 83 að hann var þó lifandi og þótti held- ur vænt um; en hann var meðvitund- arlaus. „Hvað í ósköpunum gengur að drengnum?" Þorsteinn þaut inn til konu sinnar með drenginn. Og þær urðu alveg frá sér báðar, Guðríður og Signý. Signý sat nú með drenginn i fangi sér og hélt klúti, vættum í köldu valni, við höfuð honum og þess á milli grét hún og kysti hann; en þá tók hún eftir einhverjum einkennilegum þef af anda hans. „Þorsteinn!“ hrópaði hún, „komdu liingað og lyktaðu hérna!“ Þorsteinn gerði það og skildi óðara, hvernig í öllu lá. Nú kom afi líka og var nú komið í skilninginn um alt saman. Þá varð gamli karlinn afarreiður. Hann sltoð- aði nú skápinn og flöskuna, og sá, að hún var öðruvísi en í gærkveldi. „Hvar er þrællinn hann Hans?“ hróp- aði afi. „Sá skal fá á baukinn hjá mér“. Og afi hljóp út, eins og ungur væri, og náði í Hans; en hann sat á fót- skemli út við vegginn svo sakleysis- legur og var að totta pípuna sína. „Þorparinn þinn!“ hrópar afi og þrífur óþyrmilega í herðar honum. „Þú hefir farið upp í efstu skáphilluna mína og stolið úr flöskunni og ætlað að drepa drenginn með því að hella í hann koníaki“. Nú, Hans reyndi að bera af sér; en það dugði honum ekki. Hann fékk nú vel úti látna maklega ráðningu; aldrei hafði hann á allri sinni syndugu æfi fengið aðra eins, og voru líkur til að hún yrði honum minnisstæð. Og svo kom Þorsteinn og jós yfir liann skömmunum. „Þú ættir að fara i svart- holið“, sagði hann. „Manstu hvað frelsarinn segir um þá, sem hneyksla smælingjana“, sagði hann síðan. „Það ætti að hengja mylnustein um hálsinn á þér og sökkva þér svo í hafsdjúpið“. Hans þótti þessi dómur ógurlegur. Hefði honum verið sagt þetta daginn áður, þá hefði hann hlegið háðslega, en nú hrylti hann hlátt áfram við því. Honum Iá við að fara að gráta, svo gekk þetta nærri honum. „Já, ég hefi gert það, ég hefi gert það! Ég skal aldrei gera annað eins oftar, og ég skal vera góður við Sigga. Rektu mig ekki úr vistinni“, sagði hann svo í bænarrómi. Og það voru sönn iðrunartár í aUgum hans. Nú, jæja — þeim afa og Þorsteini rann nokkuð reiðin. Þeir gengu inn aftur og sáu þá, að Siggi litli var far- inn að hjarna við nndir handarjaðr- inum á þeim mömmu hans og Guðríði. Það sloknaði eldurinn í eldavélinni og matreiðsluna til miðdegisverðarins rak í stanz; en það var gagnslaust að hætta við hana, þvi að nú fór að verða sýnilegt, að litli dreng-anginn ætlaði að rakna við aftur. Hann var nú látinn liggja í rúminu allan þann dag og næsta dag, og þá fór hann að hressast. Og jafnskjótt sem Siggi litli var aft- ur búinn að fá fulla rænu, þá spurði afi hann: „Hvernig líður þér þá, dreng- urinn minn?“ Þá hristi Siggi lilli höfuðið og sagði: „Hú! afi! Brennivín er vont!“ Afi hrosti við: „Jæja, þér finst það. Og jæja, þú getur nú haft rétt fyrir þér um það, litli hnokkinn minn“. Hann sagði ekki rneira, en horfði fram undan sér, eins og hann væri að ílniga þetta. Þá tók móðix Sigga litla til máls: „Aldrei hefi ég getað skilið, að í þessu áfengi sé nokkuð gott“. „Nei, nei, þú veizt það, Signý, þú veizt það“, sagði afi, „að ef mér fynd- ist ekki, að einhver dropi yrði að vera

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.