Æskan

Árgangur

Æskan - 01.12.1927, Blaðsíða 5

Æskan - 01.12.1927, Blaðsíða 5
ÆSKAN 93 Kveðjuorð. Um leið og ég nú sendi frá mér síð- asta blaðið af Æskunni, eftir 18 ára starf Yið hana, vil ég nota tækifærið til þess að þakka öllum kauþendum hennar og útsölumönnum fyrir samveru og samstarf. Ég þakka ykkur fyrir trygð ykkar og vinfesti við hlaðið, fyrir umburðar- lyndi ykkar og skilvísi yfirleitt, en síð- ast en ekki sízt þakka ég ykkur fyrir öll bréfin með hlýju og vinsamlegu um- mælunum um blaðið. Þau hafa glatt mig og uppörvað á margan hátt og eiga sinn mikla þátt i því, að ég hefi ekki gefist upp fyrir löngu. Því finn ég nú svo sárt til þess, hve ég hefi van- rækt að svara ykkur, nema þegar það hefir verið alveg óhjákvæmilegt, en ég liefi mér það til afsökunar, að ég hefi ávalt orðið að hafa starfið fyrir blað- ið í hjáverkum og því hefir mér ekki unnist tími til annara hréfaskrifta en hinna allra nauðsynlegustu. Af sömu ástæðum hefir hlaðið heldur ekki get- að verið svo vel úr garði gert sem ég hefði viljað og annars liefði getað ver- ið. En þrátt fyrir þetta hefir Æskan þó á fjórða þúsund skilvísa kaupend- ur núna, er ég skila henni af mér, en þegar ég tók við henni, reyndust þeir ekki nema um 800. Þessi lcaupenda- fjölgun hendir á auknar vinsældir hennar, þrátt fyrir alt, enda hefi ég orðið þess áþreifanlega var með hverj- um pósti, og ekki hvað sizt á þessu ári, sem nú er að líða. Lítið sýnishorn af huga kaupendanna íil blaðsins eru vis- ur þær er ég leyfi mér að birta á öðr- um stað i þessu blaði. Fyrir alt þetta er ég ykkur hjartan- lega þakklátur og minnist þess meðan lífið endist, og ég óska þess af heilum hug, að hinn nýi útgefandi Æskunnar, Stórstúka íslands af I. (). G. T., sem er og hefir altaf verið eigandi blaðsins frá upphafi, megi verða aðnjótandi hins sama velvilja ykkar og trúfesti eins og á liðnum árum. Að lokum þakka ég Stórstúku ís- lands fyrir það, að hún hefir eftirlátið útgáfurétt blaðsins öll þessi ár endur- gjaldslaust. En síðast, en ekki sizt, vil ég þakka vini mínum og samverkamanni hr. Aðalbirni Stefánssyni fyrir ómetanlega hjálp og aðstoð við útgáfu blaðsins frá upphafi, einnig eftir það, að hann hætti að vera meðútgel'andi. Með óskum um heill og blessun ykk- ur til handa á komandi tíma ykkar einl. vinur Sigurjón Jónsson.. 77/ Æskunnar. Æskan gleður æsktilijð, ólund burtu hrekur. Fræðir okkur fgr og síð, fróðleikslöngun vekur. Inn i dal og út við sjá átt jni hylli manna. Beztn jtakkir færðu frá fjölda lesendanna. Óma löngum tjóðin þin létt um hugarsetur. I>ú hefir glatt mig, góða min, og gert það flestum betur. Óskar Magnússon frá Tunganesi.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.