Æskan

Árgangur

Æskan - 01.12.1927, Blaðsíða 6

Æskan - 01.12.1927, Blaðsíða 6
94 ÆSK AN niiiiii i nTTTnm 111 r nrnrnTrim 11 vi iiiiiiiiiimuiiiiiiiiiiiinminiiiiii SMÆLKI. riiiiiiiimnnirmmmii IIIIIIIHÍ Dómarinn: „Ég œtla nú að lesa upp nöfn vitnanna, seni stefnt hefir verið. Þau vitni, sem viðslödd eru, geri svo vel að svara: „já“, og þau, sem ekki eru viðstödd, svari: „nei“, þegar ég les upp nöfn þeirra. —o— Jörundur, bróðir Péturs litla, var einangr- aður i sóttkvi, því að liann var veikur af inflúenzu. Mamma þeirra sauð altaf vand- lega matarílátin, sem frá honum komu, svo enginn skyldi smittast af þeim. „Hvers vegna sýður þú ílátin, rnarnma?" sjiurði Pétur litli. „Vegna þess að Jörundur er smittaður af sóttkveikjum og þær flytjast með ilátunum frá honum. Þegar ég sýð ílátin, þá drepast sóttkveikjurnar". Þegar Pétur er kúinn að velta þessari skýr- ingu fyrir sér dálitlu stund, segir hann: „Er þá ekki hezt að sjóða Jörund sjálfan, mamma ?“ —o— Maðurinn: „Ég skil ekkert í, hvernig skegg- hnífurinn minn er orðinn. Mér er ómögulegt að nota hann núna“. Konan: „Ekki það? — Það er þó langbezti hnífurinn á heimilinu. Það er ágætt að hýða með honum kartöflur". —o — Jens litli er olnbogabarn á heimilinu og hann er vanur að játa á sig allar sakir, bæði sínar og systkina sinna, undir eins, þvi þá veit liann að refsingin verður vægari. Svo bar það til einn dag í skólanum, að kennarinn spurði börnin, hver liefði skapað heiminn, og leit á Jens um leið. Jens heyrði ekki spurninguna, en hélt að einhver liefði gert eittlivað fyrir sér og svaraði liálf kjökrandi: „Ég — liefi ekki gert það“. Kennarinn: „Hvað — ertu að — segja?“ Jens: „Það er vist ég, sem liefi gert það, — en ég skal aldrei gera það oftar“. —o — Gréta litla er með penna og blek og er að draga upp mynd, sem á að vera rófulaus hundur. „En hvar er rófan af hundinum?“ spurði afi hennar brosandi. Gréta litla var i hálfgerðum vandræðum með svarið i fyrstu, en svo áttar húti sig og segir: „Hún er niðri i blekbyttunni enn þá“. Aftjreiðshimaður Æskunnar frá næstu ára- mótum yerður: Jóhann Ögm. Oddsson, Pósl- hólf íí, Reykjavík. 'I'il hans eiga kaupendur blaðsins að snúa sér viðvíkjandi pöntunum á blaðinu, úlsend- ingu og borgun fj'rir næsta árgang (1928). Þegar þetla blað er prentað, er ekki enn full- ráðið, liver cða hverjir taka við ritstjórninni. Borgun fyrir yfirstandandi árgang (1927), sem enn er ókomin, sendist til Sigurjóns Jónssonar, Þórsgötu k, Reykjavík, eins og áð- ur. Þeir, sem skulda enn þá, fá Iiauða ridd- arann og Jólabókina 1927 jafnskjótt og þeir horga skuld sina. ............................................................................. iiiiiiiiiin iiiiiinmiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiii Ráðningar á dægradvöl í næstsíðasta blaði. 1. Þórdís, Jóna, Þuríður, Þrúður, Dagbjört, Qróa, Guðrún, Kristín, Guðríður, Gréta, Ásdís, Lóa. 2. Hitamælir. 3. Ólafur, fura, arfur, rófa, falur, róla, alur, afi. 4. Sveinn v = Seinn. 5. Maí — maís. 6. Vetrarbrautin. Barnabókin „Fanney" fæst í Hafnarfirði hjá Þorvaldi Bjarnasyni, á Akranesi hjá Petreu Sveins- dóttur og í Bolungavík hjá Arngrími Fr. Bjarnasyni. Ðarnabókin „Fanney“ fæst á Seyðisfirði hjá Helgu Símonardóttur á Sólheimum og á Akur- eyri hjá Kristjáni Guðmundssyni bóksala. „Fanney" fæst hjá bóksölum í Reykjavík. Nokkur eintök eru til í skrautbandi til jólagjafa. Aðalútsala á Skólavörðustíg 24A. Aðalbförn Stefánsson. Útgefandi: Sigurjón Jónsson. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.