Æskan

Árgangur

Æskan - 15.12.1927, Blaðsíða 8

Æskan - 15.12.1927, Blaðsíða 8
100 Æ S K A N II. Einu sinni sat Georg Friedrich inni í geymslukompunni svo niðursokkinu við gamla hljóðfærið, að hann varð þess ekki var, að vagni var ekið að hús- dyrunum. En þegar vagninum var ek- ið á burt þaðan aftur, þá fyrst heyrði drengurinn skröltið í honum og hrökk upp með andfælum. „0, nii er pabbi víst að fara á fund hertogans í Weiszenfelds og ég hefi ekki kvatt hann“, sagði hann sorgbit- inn við sjálfan sig. „Ég má til að hlaupa á eftir honum“, og samstund- is þreif litli spilarinn húfu sína og þaut niður stigann og' út á götuna. Hann kom þangað mátulega til þess að sjá vagninn hverfa fyrir næsta götu- horn, en hann lét það ekki á sig fá, heldur hljóp eins og fætur toguðu á eftir honum. En í hvert sinn er hann hélt sér mundi takast að ná honum, þá hertu hestarnir á ferðinni og þann- ig gekk eltingaleikurinn langa leið, án þess að tekið væri eftir honum. Loks komst hann þó svo nálægt, að hann gat fengið læknirinn til þess að líta við með því að hrópa: „Pabbi! pabbi!“ eins hátt og hann gat, og litlu síðar var hann seztur upp í vagn- inh við hliðina á föður sínum, sem ávitaði hann fyrir eltinga- leikinn. „Ég' var ekki búinn að kveðja þig, pabbi“, svaraði drengurinn sprengmóður. „Ég hélt að þú mundir ekki fara svona fljótt“. „Jæja, það er bezt að þú sért hérna hjá mér“, svaraði faðir hans mýkri í máli. „Það er ekki hölt fyrir níu ára gamlan dreng að hlaupa svona mikið. Það er víst bezt að ég lofi þér að heilsa hertoganum“. Hertoginn tók vingjarnlega á móti litla snáðanum og var mjög skemt við frásögnina urn eltingaleikinn. Hann spurði drenginn að aldri og hvað hann kysi helzt að verða, þegar hann væri orðinn stór. Georg Friedrich svaraði einarðlega: „Ég er fæddur 23. febrúar 1685 og mér þykir gaman að vera í skólanum, en þó þykir mér mest gaman a'ð spila á hljóðfærið mitt, því það er svo und- ur gaman að laða hina margbreyltu tóna úr hljóðfærinu. Og ef pabbi vildi leyfa það, þá mundi mér vera einkar- kært að njóta tilsagnar í hljómfræði og verða nýtur hljóðfæraleikari, þegar ég er orðinn slór“. „Við skulum þá sjá, hvort þú getur spilað nokkuð að gagni, Georg Fried- rich“, sagði hertoginn og leiddi dreng- inn að stóru orgeli, er þar var, og setti hann við það. Til hinnar mestu undr- unar fyrir alla viðstadda, spilaði hann svo snildarlega á það eins og hann væri þroskaður listamaður, en eklci níu ára gamall drengur, ólærður að öllu. Hertoginn talaði svo alvarlega við læknirinn um hæfileika drengsins og framtíð. Og þegar Georg Friedrich kvaddi á hinn virðulegasta hátt, þá lagði hertoginn hendina á öxlina á honum og mælti: „Ég vil ráða þér til að reyna að biðja föður þinn enn þá einu sinni

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.