Æskan

Árgangur

Æskan - 15.12.1927, Blaðsíða 12

Æskan - 15.12.1927, Blaðsíða 12
104 ÆSK AN að kalla hana „Helgu Grímsbakkasól“, þegar hann kysti hana kvöld og morgna, og vinnufólkið lét ekki heldur sitt eftir verða að láta þetta nafn festast við hana, því að hún. var jafn-glaðleg og skemtileg við alla. Hún amma hennar vai'ð sem ung í annað skifti, þegar hún heyrði Helgu hlæja og gera að gamni sínu, og væri Helga litla með henni, sýndist henni alt vera í fegursta blóma. Hún launaði henni það líka, hún amma gainla, þegar hún var að segja henni sögurnar um álfana og huldu- fólkið. — Hvert kvöld í rökkrinu sagði hún Helgu litlu einhverja fallega sögu og alt af hafði gamla konan nóg að segja frá. Þegar sumraði og fólk fór að fara í ferðalög, þá var gaman fyrir Helgu. Vegurinn lá fyrir neðan bæinn, það vissi hún. Að sjá fólkið fara fram hjá margt í hóp, einn flokkinn eftir ann- an, lest eftir lest. — Það var gaman. Hún vissi l'ullvel, hve margir voru á hverjum bæ, og hún gat þekt húsmóð- urina, soninn og dótturina. — Þau riðu æfinlega á undan á bráðvökrum gæð- ingum. Svo kom nú vinnumaðurinn og teymdi alla trossuna. Síðast reið hús- bóndinn sjálfur á eftir allri lestinni, til þess að sjá um að ekkert færi í ólagi. Það sem Helgu litlu þótti lakast, var það, að allir fóru fram hjá án þess að staldra við, því að hér var enginn á- fangastaður. Jörðin var bæði of gras- lítil og of grýtt til þess, að nokkrum skyldi koma íil hugar að æja hjá Grímsbakka. Helga litla var aðgætin og það leið ekki á löngu, áður en hún fékk nokk- uð að hugsa um. Hvernig stóð á því að hinir og þessir stukku stundum af baki og köstuðu þremur steinum í dys- ina niðri við veginn? Það var eitt kvöld, hér urn bil um fráfærur. Helga hafði farið með ömmu sinni á stekkinn, til að velja sér frá- færulamb. Hún var glaðari en frá megi segja, og hoppaði á undan ömmu sinni, sem með naumindum gat staulast á eftir, því að alt hjálpaðist nú að fyrir henni; hún var orðin sjónlítil og hafði hlíf fyrir augunum, vegurinn var ó- sléttur og gamla konan, sem aldrei var iðjulaus, hafði ekki getað lengið af sér að leggja af sér prjónana, þegar hún l'ór á stekkinn. Veðrið var fagurt, fjörðurinn spegilfagur, þrösturinn söng og' Helga litla söng og áður en gamla konan vissi af, var hún komin svo langl frá bænum að hún gat grilt í dysina. Dysin lá þar rétt niður við veginn og svona langt hafði hún ekki gengið í langan tíma. Einhverjar óþægilegar end- urminningar hafa víst vaknað hjá gömlu konunni, því að henni hnykti mjög við, þegar hún sá dysina, og vildi sem fljótast snúa heim til bæjar. En það varð lítið úr því! — Helga litla sá einmitt í sama svip stóra kaup- staðarlest á leiðinni. Hún hafði talið 26 hesta í einni trossu og það var þó þess vert að staldra við og horfa á aðra eins lest og þessa. „Það er hann Magnús ríki í Fagra- dal og enginn annar“, sagði amma hennar. Hann var að kalla eitthvað til vinnumannsins á undan og hún hafði þá undir eins þekt hann á málrómnum. Fremst reið dálítill drengur á mjall- hvitum hesti. Aldrei hafði Helga séð fallegri hest en þenna. Drengurinn liafði hrokkið hár og var rjóður í kinnum, með snör, gáfuleg augu. Hann hafði svartan hatt á höfði og var í ljómandi fallegum reiðbuxum með spegilfögrum látúnshnöppum og grænum streng. Helga litla varð öldungis forviða að sjá alla þessa viðhöfn. „Já, svona hafa einmitt kongssynirnir verið, sem hann pahhi var að lesa um i vetur“, hugs- aði hún. Nú var hann kominn og ætl-

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.