Æskan

Árgangur

Æskan - 15.12.1927, Blaðsíða 14

Æskan - 15.12.1927, Blaðsíða 14
106 ÆSK AN minsta kosti, en það hefir vist ekki ver- ið alt með feldn um hennar hag, því einn dag kom sú fregn, að hún hefði tekið sjálf af sér lífið og steypt sér þarna niður í Hrafnagjána. Þar fanst hún, rifin og tætt í sundur, og það er hún, sem liggur undir dysinni þarna niður frá“. „Hvað kom til að hún var ekki graf- in i kirkjugarðinum, eins og hún mamma mín heitin?“ spurði Helga. Þetta sagði hún í hálfum hljóðum, því hræðsla hafði gripið hana og hún var náföl í framan. „Hún hafði fyrirfarið harni sínu“, sagði gamla konan, „og því var hún ekki grafin í vígðri moldu. Alt af vex steinahrúgan ofan á henni. Hver, sem þekkir brot hennar, og urn veginn fer, kastar þremur steinum í dysina og hvorki meira né minna. Það lítur til þess, barnið gott, að hún syndgaði á móti heilagri þrenningu, og þvi eru steinarnir þrír. Þetta á að vera til skelfingar og aðvörunar fyrir aðra“, sagði hún. Rómur hennar var hvell, eins og skrækur, og svo annarlegur, að Helga hröltk saman. „En hvar ertu, Helga? Hvað á þetta að þýða? Helga! Helga!“ kallaði amma hennar. En Helga hafði slept hand- leggnum á henni og hljóp nú sem fæt- ur toguðu til dysarinnar. Hún greip þrjá steina upp af götunni, — öldungis eins og Þorvaldur litli hafði gert — og kastaði þeim með miklum alvörusvip í dysina. „Fyrsta kasta ég fyrir Guð föð- ur, öðrum fyrir Guðs son og þriðja fyr- ir heilagan anda“, hugsaði hún. En hvað viljið þið hafa það meira? Var það síðasti steinninn, sem datt niður af dys- inni, eða var það spói, sem hræddist steinkastið, eða kom það neðan úr jörð- unni? Hljóð var það, hvaðan sem það kom. Nú fór af Helgu mesta alvaran, hún varð hrædd og hljóp sem fætur toguðu aftur til ömmu sinnar. Þegar hún var komin inn fyrir vallargarðinn, og faðir hennar, sem stóð undir bæjar- veggnum, breiddi faðminn út á móti henni, þá fór loksins hræðslan að fara af henni. Þó fanst henni ennþá sem hún heyrði skruðningana og hljóðið. Helgu dreymdi um nóttina. Hún þóttist vera alein niður við dysina og hafa stein í hendinni. „Kastaðu!" heyrðist henni kallað. Hún þóttist þekkja rödd Þorvalds, en þó gat hún engan séð. Hún kastaði. „Öðrum til!“ var kallað. „Þriðja til!“ og þeir voru komnir allir. Hún heyrði skruðninga, stunur, angistarvein. Hún vildi flýja. Nei! hún gat ekki hreyft sig. — Dysin opnaðist og ung kona steig upp úr jörðunni. Andlit hennar var hvítt sem snjórinn, hárið lokkaðist um herðarn- ar og hún hélt höndunum að brjósti sér. Hryggum bænaraugum leit hún á Helgu. Helga viknaði og fór að hágráta. „Ég þakka þér fyrir þessi tár, góða barn“, sagði konan. „Það er í fyrsta skifti í mörg ár, að nokkur hefir grát- ið yfir mér. Ég veit að þú ætlar ekki að kasta steinum á mig héðan af, og að þú lætur aðra hætta því, því að vita skaltu, barn mitt, að hver steinn, sem kastað er í dysina, hittir hjarta mitt, svo ég hljóða upp yfir mig. Guð hefir séð aumur á mér og fyrirgefið mér, en mennirnir hata mig ennþá. Þeir hafa einkent leiði mitt með þessum steinum, til þess að svívirðing mín skuli verða eilíf. Vertu ekki svona hörð, kæra harn, ég grátbæni þig, Grímsbakkasól, hyldu mig! hyldu mig!“ Konan hvarf, en Helga var vakin af ömmu sinni, sem vaknaði við það, að Helga grét upp úr svefninum. „Hefir þig dreymt illa?“ spurði hún. Reyndu að sofna aftur og kærðu þig ekkert um drauminn. Þú veizt líka, að illir draum- ar eru æfinlega fyrir góðu efni. En í þessu skjátlaðist henni, góðu konu. Þetta var enginn Ijótur draumur,

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.