Æskan

Árgangur

Æskan - 15.12.1927, Blaðsíða 21

Æskan - 15.12.1927, Blaðsíða 21
Æ S K A N 113 5 Sagan \ | af systkinunum sjö. | | Eftir Zack. Topelius. | r fcg að segja þér stutta sögu af sjö systkinum? Hún gerðist á norðurhjara heims. Það skiftir minstu, hvar það var, þvi góð börn eru alstaðar í heiminum, og hvar sem er eru heilagir englar við hlið þeirra, og alstaðar líta Guðs mildu föðuraugu með kærleika eftir litlu börnunum í skarkala þessa heims. Jæja, einu sinni voru sjö systkini. Um seinustu jól léku þau sér öll sam- an og voru svo glöð og kát, og fögn- uðu svo hjartanlega yi'ir jólagjöfunum og sungu og dönsuðu i kringum jóla- tréð. Þegar þau voru orðin þreytt, spentu þau greipar og báðu Guð innilega að varðveita sig frá öllu illu og leiða sig frá öllum freistingum og hættum í líf- inu og svo féllu þau í væran svefn i Jesú nafni. Og af því það var jóla- nótt, þá sungu hinir heilögu og ósýni- legu englar ofar öllum vetrarskýjum: „Dýrð sé Guði í upphæðum, friður á jörðu með þeim mönnum, sem hann hefir velþóknun á!“ Og þetta sungu þeir alla nóttina. Þegar mamma þeirra las með þeim blessunarorðin, áður en þau fóru að sofa, spurði eitt þeirra: „Hvað þýðir eilifur friður?“ „Það á ég nú ekki gott með að skýra fyrir ykkur; við verðum að finna til hans og njóta hans“, svaraði hún og þó reyndi hún að gera þeim skiljan- legt, hvað það væri, en þau skildu það ekki vel. Um næstu páska, og reyndar löngu fyr, voru ekki nema þrjú af systkin- unurn eftir hér á jörðu. Almáttugur Guð hafði á skömmum tima kallað fjögur af þeim burt frá ölíum sorgum og freistingum hér í heimi. Jón, Berta og Ólafur, og minsta barn- ið í vöggunni, voru orðin þreytt á að leika sér .og gráta hér á jörðunni og svo höfðu þau lokað höndunum til bænar i síðasta sinn og lögðust til hinnar hinztu og' eilífu hvíldar. Jón var elztur og seinastur þeirra, sem Guð tók til sín. Hann hafði þá þegar skýrari og gleggri hugmynd um Guðs ríki en hin börnin. Þess vegna spurði hann lika, síðasta daginn sem hann lifði, hvort hann gæti talist til litlu barnanna, sem heyrðu Guðs ríki til, fyrst hann væri orðinn svona stór. Mamma hans fullvissaði hann um að svo væri, fyrst hann þráði það sjálf- ur og tryði á óendanlegan kærleika Guðs. Þá var hann ánægður og lagði sjúka höfuðið sitt út af og leið svo burt án þess að vottaði fyrir nokkrum þján- ingum í björtu og sinágerðu andlitinu. Það bar eigi vott um annað en frið og sælu, sem stórviðri heimsins fá eigi raslcað. En litlu systurnar þrjár, sem eftir voru, syrgðu og grétu sig rauðeygðar; og þegar þær sáu brúðurnar, sem hún Berta hafði leikið sér að, eða tréhest- ana hans Jóns og Ólafs, sem stóðu hlið við hlið á sínum stað, þá grétu þær enn meira og þá fanst þeim þær vera svo einmana, enda þótt þær væru þrjár saman. En englar Guðs á himnum viss vel, hvers vegna þetta hafði að borið og þeir grétu ekki, heldur brostu blítt, brostu eins og þeir einir geta brosað, sem sælir eru. Eitt kvöld sátu þeir allir á björtu stjörnunni og hin fjögur nýkomnu börn sátu meðal þeirra í hvítum klæðum

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.