Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1928, Blaðsíða 5

Æskan - 01.01.1928, Blaðsíða 5
Æ S K A N lokkana frá enninu á þeim og horfði i skæru, bláu augun þeirra. — Þetta elskaði hann. „Fáið ykkur sæti, börnin mín. Þið eruð vist orðin lúin.“. „Hvað vilt þú fá í jólagjöf, Stína litla? Þú veist að jólin eru á morgun“. „Já, já! silkisokka og stígvjel“, sagði Stína. „Nonni, livað vilt þú fá í jólagjöf?“ „Byssu og skotfæri", sagði Nonni. „Hvað ætla'rðu að gera við það“, spurði pabbi hans. „Jeg ætla að skjóta snjókerlinguna- okkar, og svo ætla jeg á fuglaveiðar, þegar jólin eru liðin“, sagði Nonni. ' „Árni litli, hvers óskar þú“, spurði pabhi hans. „Pabbi, — mig langar til að fá nokkra hnefa mina af korni og eina eða tvær krónur i peningum". Pabbi hans brosti. — „Ekki er þetta i böglinum þínum. Hvað ætlar þú að gera við það, sem þú biður um?“ Árni varð vandræðálegur, en stundi fram úr sjer: „Jeg ætla að gefa litlu fugluniim kornið, en Gunnu gömlu, niðursetn- ingnum peningana“. „Þú ert góður drengur, Árni litli og þú mátt fá það sem þú biður um. Þennan böggul átt þú að eiga líka“, sagði pabbi hans. „Nei, en hvað var nú þetta?“ I bögglinum var bara einn lítill miði og á honuin stóð: — Litli-Bleikur. — „Ó, pabbi!“ Einn —- tveir kossar, og Árni hljóp út í hús og faðmaði Litla-Bleik, fjögra vetra gamlan, fjörugan og feitan. Stína fjekk stigvjel og silkisokka, og þar að auki nýjan kjól. Nonni var sá eini, sem ekki fjekk sína ósk uppfylta. Innan úr hans böggli komu ný föt og falleg hók — Biblían. „Munið þið nú eftir því, að vera 3 góðu börnin“, sagði mamma þeirra. „Þakkið Guði fyrir jólagjafirnar, því það er hann, sem gefur ykkur alt, smátt og stórt. Hugsið til litlu barn- anna, sem ekkert fá í jólagjöf, nema ein barnaspil og lítið kerti. Og þau eiga, ef til vill heima i kjallarahol- um, dimmum og rökum“. Barnslundin var að gefast upp að bíða. Loks sló klukkan 6. Kertin brunnu á skreyttu jólatrjenu og heimafólkið á Hóli gekk syngjandi kring um það. Stína gaf fólkinu gott úr pokum, sem hjengu hjer og þar á trjenu. Nonni skaraði kertunum á meðan. Úti í húsi stóð Árni og faðmaði Bleik, talaði við hann um jóladýrðina, sýndi honum út í tunglsljósið —- út á hólinn. Þar voru litlu fuglarnir önnum kafnir við að tína upp kornið, sem Arni hafði stráð á hólinn handa þeim. Bleikur jóðlaði á brauðinu og ljet höfuð sitt hvíla á öxl Árna. Hann dreymdi uín jólin og lilla húsbóndann — framtíðina. „Vesalingar! Þarna er Árni lifandi kominn“, sagði Gunna og leit til fugl- ariha á hólnum. „Blessaður hnokkinn“, bætti hún við. Árni kom og leiddi hana inn að jóla- trjenu. Sí Heilræði. Lærðu uð lilæjo. Hlátur er hressandi lieilsu- lvf. Hollari peiin, sem keypt eru dýru verði. Lærðu að segja sögu. Falleg saga er eins og' sólargeisli, ávalt aufúsugestur. íslenskust allra iþrótta er vel sögð saga Reyndu að dyija harma þína. Heimurinn lætur sig litlu skifta, þó að þú hafir tann- pinu eða höfuðverk. Vertu jafnan glaður i bragði. Glaðlyndur maður er alt af velkominn. En ólundurhelg- urinn öllum hvumleiður. &

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.