Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1928, Blaðsíða 6

Æskan - 01.01.1928, Blaðsíða 6
4 Æ S K A N Sjera Magnús Helgason. Flestir, ef ekki allir núlifandi tslend- ingar munu kannast við sjera Magnús Halgason, skólastjóra Kennavaskólans. Jeg geri einnig ráð fyrir þvi, að margir lesendur „Æskunnar“ þekki hann, en þó flytur hún hjer mynd af honum og nokkur orð fylgja. Sjera Magnús er fæddur árið 1857. Ungur lærði hann und- ir skóla og 14 ára gam- all settist hann í latínu- skólann. Honum gekk vel nám og tók á- gæt próf. Fylgdist þar hvorutveggja að, gáfur óvenjulegar og skyldu- rækni. Þegar hann hafði lokið skólanámi, 20 ára gamall, tók hann sjer hvíld frá námi um stund, en þó aðeins í tvö ár. Þá fór hann í prestaskólann. Eftir tvö ár tók hann próf þaðan með sínum venju- lega dugnaði. Síðan varð hann prestur uppi i sveit í mörg ár. Árið 1908 var Kennaraskólinn í Reykjavík stofnaður. Áður var enginn reglulegur Kennaraskóli lil á íslandi. Sjera Magnús varð skólastjóri og hetir verið það síðan. í haust, 12. nóv. kl. 8 að kvöldi, var margt fólk saman komið í Kennara- skólanum. Allir nemendur og kennarar skólans voru þar. Einnig margir kenn- arar úr Reykjavík og nágrenninu. Skólinn var allur prýðilega skreytt- ur. — Alt þetta prúðbúna fólk var komið saman til þess að minnast 70 ára afmælis sjera Magnúsar. Þarna var margt af gömlum nem- endum hans. Eflaust hefðu fleiri vilj- að vera viðstaddir, ef þeir hefðu getað. Öllum, sem einu sinni hafa kynst sjera Magnúsi, þykir vænt um hann. Þeir, sem ekki gátu komið, senclu heilla- óskaskeyti. -—- Um kvöldið lá stór bunki af skeytum á borðinu í skrifstofu hans. Þegar allir voru komnir, sem von var á, var sesl undir horð. Þar voru haldnar margar ræður fyrir ininni „afmælisharnsins“ og honum þakkað vel unnið starf. Einnig var lalað fyrir minni frú Steinunnar Skúla- dóttir, konu sjera Magnúsar. Einn kennarinn úr Reykjavík hjelt ræðu. Kvaðst hann vera ineð skilaboð, eða kveðju, frá öllurn barnakennur- um á íslandi. Hann af- henti svo sjera Magn- úsi afmælisgjöf frá þeim. Gjöfin var stóll einn mikill úr eik. Er hann allur útskorinn og skreyttur eftir Ríkarð Jónsson, okk- ar inesta listamann og snilling í þeirri grein. Þið getið nú sjeð þennan stól hjerna á myndinni. Hann er eflaust vegleg- asti stóll, sem gerður hefir verið á ís- landi um langan aldur. Þvi er hann hæfileg afmælisgjöf til sjera Magnús- ar — hæfilegt öndvegi fyrir hann. Nemendur Kennaraskólans og kenn- arar gáfu skólastjóra vandað viðtöku- tæki víðvarps. Að lokum þakkaði sjera Magnús með stuttri en fagurri ræðu. Þakkaði gjal'- irnar, en jió sjerstaklega vinarhug þann, er að baki væri. Þetta afrnælishóf er þó ekki nerna örlítill vottur þess þakklætis og þeirr- Magnús Helgason.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.