Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1928, Blaðsíða 4

Æskan - 01.02.1928, Blaðsíða 4
12 ÆSK AN verðskuldar laun vinnunnar — og ljett- úðugt spilafífl, sem stelur því, er aðrir hafa innunnið. Þú getur orðið sterkur maður, sem hefir vald yfir sjálfum þjer — og sá, sem illar og lágar hvatir ráða yfir. Að manni, sem byggir upp og hjálp- ar öðrum — og þeim er rífur niður og steypir náunga sínum í ógæfu. Þú get- ur orðið iðinn — og þú getur orðið letingi. Alvarlegur maður —- og ljettúðugur. Orðheldinn maður —- og ósannsögull. Stiltur maður —; og ofstopi. Bindind- ismaður — og drykkjumaður. Gjaf- mildur maður — og nirfill. Sannur maður — og smjaðrari. Alt þetta getur þú orðið. Þú verður það, sem þú velur. Jeg vildi óska að þú veldir að eins það, sem gott er og göfugt. „Magne“. st Töfrafiðlan. II. Niðurl. Friðrik settist á stein og beið sólar- lagsins. Og brátt breyttist liturinn á vatninu. Fyrst var það skinandi, eins og glóandi gull, síðan dumbrautt. En svo lengdust skuggarnir meir og meir, og loks hvarf síðasti geislinn. Vatnið lá dimmblátt. Þá sá Friðrik kynlega veru koma upp úr vatninu. Það var fossbúinn. Hann hafði hvanngrænt hár, sem náði niður á ökla. Hann klifraði upp á stein, og Ijet fæturna lafa niður í vatnið, Tók hann svo að greiða hár sitt með fingrunum. En það var erfitt verk, því að kuð- ungar og skeljar, þang og þari loddi í hárinu, og fossbúinn gretti sig og var í vondu skapi. Nú er best að nota tækifærið hugs- aði Friðrik með sjer. Hann stóð á fæt- ur, geklc fyrir fossbúann, hneigði sig og sagði: „Gott kveld, herra minn“. En foss- búanum brá svo við kveðjuna, að hann hentist niður af steininum og fór á bólandi kaf. Brátt rak hann þó upp höfuðið og sagði ólundarlega: „Hvað vilt þú mjer?“ „Fyrirgefið þjer, herra minn, svar- aði Friðrik, „jeg er sem sje rakari, og mjer þætti mikill heiður, ef jeg mætti greiða yður“. „Nei ert þú rakari. Það kemur sjer bærilega. Jeg hefi verið í vandræðum með hárið á mjer, síðan hún frænka mín fór á burt með gullkambinn minn. Nú er mjer sagt, að hún sitji á kletti suður í Rín og syngi fyrir farmenn- ina. Þeir horfa á hana og gleyma hætt- unni, og margir þeirra kvað hafa druknað. Friðrik tók nú hvítan klút upp úr tösku sinni, og batt um háls fossbú- ans. Síðan burstaði hann hár hans og kembdi, og bar í það olíu. Var það nú orðið silkimjúkt og gljáandi. Svo hneigði hann sig djúpt, eins og hann var vanur að gera hjá rakaranum. Fossbúinn leit niður í vatnið og spurði: „Hvað á jeg að borga?“ „Eins og yður þóknast“, var rjett komið fram á varir Friðriks, en hann hugsaði sig um, og tók að segja sögu sína. „Nú, þig langar til að verða fiðlu- leikari", sagði fossbúinn, þegar hann hafði hlýtt á söguna. „Lát mig heyra, hvernig þú spilar“. Friðrik tók nú upp fiðluna, og ljek á hana það fallegasta, sem hann kunni. Hann bjóst hálfgert við því, að fossbúinn mundi klappa sjer lof í lófa, en af því varð þó ekld.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.