Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1928, Blaðsíða 7

Æskan - 01.02.1928, Blaðsíða 7
Æ S K A N 15 að snerta við iófunum. Hann gekk alt- af göturnar og teygði sig út í desin. Hann fór upp í básana hjá kúnum, en gælti þess ætíð vandlega að fara þeim megin, sem hann varð ekki sjeð- ur utan frá. Annars var bærinn aðal- heimlcynni hans. Þar fjeklc hann kryddrjettina, sem voru kökur, blóð- mör, sýra og roð, ruður og síðast, en ekki síst, sætindi. Þau var hann sólgn- astur í. Það var gaman að reka upp í hann stóran kandísmola og' heyra bruðninginn. Alt af sá hann um það, að vera viðstaddur, þegar skamtað var. Ruddist hann þá um fast, og svo geldc liann manna á milli og sníkti. Hann átti sjer þrjú bæli, sem hann vakli sjer legu í eftir veðuráttu. Þeg- ar vindur bljes af norðri, lá hann fyrir sunnan bæinn í gluggatóft, en í sunn- anátt lá hann fyrir norðan baðstofu- stafninn. I logni lá hann uppi á hól í liúsabænum, því að þaðan gat hann sjeð inn. Ýmsar listir kunni Steinn. Á morgn- ana, þegar honum þótti seint farið á fætur, kom hann á norðurgluggann og barði með hornunum á gluggapóstinn. Aldrei barði hann á rúðu. Hann þekti nafnið sitt, ef kallað var á hann, þá jarmaði hann. Ef maður hneigði sig, gerði hann það á móti. Alt af var hægt að láta hann leggj- ast, hvernig sem á stóð fyrir honum. Það þurfti ekki annað en að grípa um annan framlegginn. Mest var þó gam- an að sjá þennan slöttungssauð ganga upp og niður stiga, eins ljettilega sem hundur væri. Hann ljek sjer að þvi að stökkva út og inn um gluggana, þegar þeir voru opnir. Þó okkur unglingunum þætti gaman að Steini, var hann hálfilla liðinn af þeim fullorðnu, einkum karlmönnum, enda var hann altaf styggari við þá. Við stelpurnar höfðum stundum gáinau af því að fara í lcarlmannsföt. Gátum við þá aldrei náð í hann úti. Loksins leið að lokadeginum. Steinn þótti orðinn nógu gamall og nógu mik- ið búinn að skemma. Einn dag var kallað til okkar höst- um rómi: „Stelpur, komið og náið i sauðinn“. Jeg fjekk hjartslátt. Jeg vissi, hvað til stóð. Jeg heyrði hunda- urg og læti. Steinn var lagður niður og skorinn á háls. (Byssur voru þá ekki komnar). Þegar jeg sá, að fallega höfuðið var laust frá bolnum, gat jeg ekki varist því að tárast. Atti jeg nú aldrei frainar að fá að sjá hann lifandi? Eða skyldi ekki guð almáttugur líka hafa skapað skepn- urnar með ódauðlega sál. Mjer fanst, að það hlyti að vera, annars hefði söknuðurinn orðið þungur. Þó átti hjer að eins ein sauðkind í hlut. 0 * I bróðerni. „Það er full hjá þjer jatan, fákur minn, iná jeg fara hjer upp í stallinn þinn og tina mjer sallaltorn sarpinn í, jeg sje að þú hefir nóg fyrir þvi“. „Já, fugl minn, tíndu, þvi fullvíst er að fóðrið er nóg handa þjer og mjer“. Og saman þeir átu og sultu ei, því salla át fuglinn, en klárinn hey. Er sumarið kom og sólin hlý á sveimi var bitmýið lofti í, en fuglinn verndaði fákinn sinn, hann fjekk þau laun fyrir veturinn. Úlfur. *

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.