Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1928, Blaðsíða 5

Æskan - 01.04.1928, Blaðsíða 5
ÆSK AN 29 ***************************************** * ... í * ^gmsifi^éin^urinn. * * Eftir Selmu Lagerlöf. M. Jónsdóttir þýddi * * * ***************************************** Frh. Þegar bóndann bar að, sat konan með barnið í fanginu. Henni var mjög brugðið. Það var rjett eins og hún gæti ekki trúað sínum eigin augum. „Ekki hafði barnið mitt vígtennur", sagði hún, og skoðaði barnið í krók og kring. „Ekki hafði barnið mitt úlf- grátt og úfið hár“, kveinaði hún, og rödd hennar titraði al' skelfingu. „Ekki hafði barnið mitt kló á litla fingri!“ Bóndinn hjelt að konan væri orðin sturluð, og hann flýtti sjer af baki. „Líttu á barnið“, mælti konan, „get- ur þú skilið í þessum ósköpum?" Bóndinn tók við barninu, en hann var ekki lengi að fleygja því frá sjer aftur. Hann fussaði og sveiaði: „Þetta er umskiftingur“, sagði hann. „Það er ekki barnið okkar“. ,„Hvað er að sjá þetta, ósköp ferðu illa með barnið“, hrópaði konan. „Sjerðu ekki að það er umskifting- ur?“ spurði maðurinn. „Tröllin hafa fælt hestana og stolið barninu okkar, en látið þenna óþokka í staðinn". „En hvar er þá blessað barnið mit?" spurði konan. „Það er nú í tröllahöndum", svar- aði maðurinn. Nú skildi konan, hvílík ógæfa hafði hent þau. Hún náfölnaði, og bóndinn hjelt að hún mundi detta dauð niður. „Barnið okkar getur ekki verið langt undan“, sagði bóndi og reyndi að sefa hana. „Við skulum fara inn í skóginn og Ieita“. Batt hann síðan hest sinn og hjelt inn í skóginn. Konan bjóst til að fylgja honum eftir. En þá tók hún eftir þvi, að umskiftingurinn lá skamt frá hest- unum. Þeir gátu stigið ofan á hann á hverri stundu. Það var líka auðsætt, að þeim geðjaðist ekki að návist hans. Það fór hrollur um konuna, þegar hún hugsaði til þess að snerta við um- skiftingnum, en hún tók hann samt upp og lagði hann dálítið fjær hest- unum. „Hjerna er leikfangið, sem drengur- inn okkar var með í höndunum", hrópaði maðurinn. „Nú veit jeg að við erum á rjettri leið“. Konan flýtti sjer til hans, og nú gengu þau lengi, lengi um skóginn og leituðu. En þau fundu hvorki barnið nje tröllskessuna. Og þegar myrkrið datt á, þá urðu þau að snúa aftur, við svo búið, og halda til hestanna. Konan var úrvinda af harmi, en bóndinn beit á jaxlinn og mælti ekki orð frá munni. Hann var af góðri og gamalli ætt. Sonur hans, sem nú var í tröllahönd- um, var síðasti afspringur þeirrar ætt- ar. Ef hann hefði ekki fæðst, þá mundi ættin hafa dáið út. Nú var bóndinn gramur við konu sína fyrir það, að hún skyldi hafa mist barnið. Hún hefði átt að meta drenginn meira en alt annað, hugsaði hann. En þegar hann sá, hve sorgbitin hún var, þá gat hann ekki fengið af sjer að á- víta hana. Frh. st

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.