Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1928, Blaðsíða 7

Æskan - 01.04.1928, Blaðsíða 7
ÆSK AN 31 KARL: Hvað heldur þú, að það bæti fyrir, þótt þú drekkir ekki. Það eru svo margir, sem gera það. HINRIK: Frændi, jeg skal segja þjer sögu. Einn dag gengum við, allir fje- lagarnir í „Voninni“ fylktu liði undir blaktandi fána um götur bæjarins. Við fórum fram hjá gildaskálanum, þar sem hún Marta vinnur, þjónustustúlk- an, sem var hjá olckur í fyrra. Hún sagði mjer, að veitingamaðurinn hefði sagt þetta, þegar við gengum framhjá: „Þegar þessir drengir eru orðnir full- tíða menn, er okkur óhætt að loka gildaskálanum". KARL: Einmitt það. Hvað getið þið gert fleira? HINRIK: Við getum útbýtt bindindis- blöðunum okkar. Við getum farið með þau inn í knæpurnar. Við erum svo litlir, að enginn gerir okkur mein. KARL: Þetta er ágætt. Getið þið gert nokkuð fleira? HINRIK: Við segjum slcólabræðrum okkar frá „Voninni“ og reynum að fá fleiri fjelaga. Við reynum líka að hjálpa vesalings drykkjumönnunum. Við reynum að fá þá til þess að verða bindindismenn. Þetta gerðu þrjár litlar stúlkur í fyrra. Þær áttu allar drykk- felda bræður, en þær voru að þangað til, að þeir urðu liindindismenn. Og jeg skal segja þjer, frændi, að sessunautur minn i skólanum, bað pabba sinn að ganga í stúku. Hann drakk áður mjög inikið. Nú er hann hættur. KARL: Hver skyldi trúa því, að þið, þessir litlu angar, væruð svona duglegir. HINRIK: Sjáðu til, frændi. Við höf- um lært um kóraldýrin. Það er ógur- leg mergð til af þeim. Þau safnast sam- an, fleiri og fleiri og hlaðast hvert of- an á annað. Loks mynda þau yndis- legar litlar eyjar. Þar fer lítið fyrir hverju dýri. — Við fjelagarnir í „Voninni“, erum likir þessum kóral- dýrum. Við stefnum að því, að gera alla bæjarbúa að bindindismönnum. Hver einn getur lítið. Þegar við leggj- umst allir á eitt, getum við mikið, eins og litlu dýrin. Þegar allir ungling- ar í bænum eru orðnir bindindismenn, verða þeir fullorðnu það lika, með tímanum. KARL: Gott, drengur minn. Jeg heyri, að þú skilur þetta vel. Vertu altaf trúr þessari hugsjón. Undir þvi er alt komið. HINRIK: Við biðjum guð um að hjálpa okkur til þess. Ef guð er ekki með í verki, er alt unnið til ónýtis. IvARL: Litlu kóraldrengir og stúlk- ur! Til hamingju með þetta starf ykk- ar. Þið eruð á rjettri leið. Lausl. þýtt úr „Magne“. G. G. * „Æskan“ þakkar K. E. kærlega fyrir lagið við kvæðið „Æskan gleður" o. s. frv. Mun það verða birt jafnskjótt og K. E. hefir látið nafns síns getið við ritstj. Við viljum minna alla á það, sem senda „Æskunni" eittlivað til birt- ingar, að láta altaf fult nafn og heimilisfang fylgja. Nafnlausar greinar verða ekki tekn- ar. Margt af því, sem „Æskunni“ hefir bor- ist, mun birtast við tækifæri. „Æskan" tekur með þökkum á móti þraut- um, gátum og skrítlum. Rilslj. * PABBI: Hjerna eru tveir tieyringar, scm þú getur látið í sparibaukinn þinn, drengur minn. TUMI: Mjer þætti betra, ef pabbi ætti fimm- eyringa. PABBI: Hvers vegna? TUMI: Þeir komást nefnilega ekki inn um opið á sparibauknum.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.