Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1928, Blaðsíða 6

Æskan - 01.05.1928, Blaðsíða 6
ÆSK AN 38 alheilt. Þessu skaltu hafa lokið fyrir sólarlag í kvöld“. Að svo mæltu gekk hún burt, og Ijet Hring einan eftir. Hann greip ljáinn og orfið og fór að slá af kappi. En hann sá skjótt að það var árangurslaust, hann mundi aldrei Ijúka við að slá engið á einum degi, og enn þá siður sá hann ráð til að græða hvert strá á sína rót aftur. Hann reyndi það, en stráin ultu um jafnharðan og hann slepti þeim. Hann fleygði frá sjer ainboðunum, og lagðist endilangur í grasið. Var hann nú hugsjúkur um, hvernig þelta mundi fara. f sama bili sá hann unga stúlku og i'ríða koma gangandi yfir engið, þangað sem hann lá. Hún heilsaði honum vin- gjarnlega, og spurði hvort hann ætti von á flengingu, þar sem hann væri með þennan jarðarfarasvip. „Ekki er það“, svaraði Hringur. „En hafgúan hefir boðið mjer að slá engið að tarna og græða síðan hvert strá á sína rót. Þessu á jeg að hafa lokið fyr- ir sólarlag í kvöld“. „O, sei, sei, ekki annað“, svaraði stúlkan. „Jeg er Hlaðbjört kongsdóttir, og hefi nú setið í samfleytt sjö ár hjá þessari norn, svo að jeg kannast við brellur hennar. Ef þjer geðjast eins vel að mjer og mjer að þjer, þá skulum við hjálpast að, og þá má mikið vera, ef okkur tekst ekki að sleppa frá henni“. Hringur kvaðst ekki annars fremur óska en að fá að vera vinur hennar. „Þetta skal ganga eins og æfintýri“, sagði Hlaðbjört, „og svíkir þú mig ekki, þá mun jeg heldur ekki bregðast þjer“. Síðan tók hún orfið og ljáinn, snerti með honum við grasinu, og jafnskjótt var alt engið slegið. Þá snerti hún með ljánum við ljánni, og reis þávhvert strá upp á sína rót og greri fast, eins og aldrei hefði verið borinn Ijár að þeim. „ÆSKAN' kemur út einu sinni í mánuði og auk þess jólablað. Æskan er yfir hundrað blaðsíður alls á ári. Kostar þó að eins 2 kr. 50 aura árg. Gjalddagi er 1. júlí. Há söluiaun, % af 6 eintökum minst. Afgreiðslumaður Jóh. Ögm. Oddsson, Laugaveg 63, pósthólf 14. Utanáskrift til ritstj.: Æskan, pósthólf 745, Reykjavik. Útgefandi: Stórstúka íslands. iTjjiiiiiiiimiiTiim^ miúTiúTi mimi nipm (mi^mjMjyi^nTminnn^i^fí^ÍmiTm^jTMiTuíjTij^ Þó mátti sjá ör á hverju einasta strái. Þau spjölluðu nú saman góða stund, og kongsdóttir bað Hring að gæta þess vandlega að þegja um það, að þau hefðu hitst. Þegar leið að sólarlagi kom hafgúan. „Ertu búinn að slá engið mitt, og græða stráin við ræturnar aftur?“ spurði hún. „Já“, svaraði Hringur. Hún athugaði vandlega stráin, fór um alt engið aftur og fram, og sá al- staðar örin, þar sem stráin höfðu gró- ið saman. Furðaði hún sig á þvi, að hann skyldi geta þetta. Næsta morgun fylgdi hún Hringi úl í hesthús. „Hjer er næsta þrautin þín“, sagði hún. „Hjer hef jeg hýst hundrað hesta, og aldrei verið mokað út undan þeim. Nú skaltu taka þjer reku í hönd, og hreinsa hesthúsið og gera það hreint og fágað eins og dansgólf. Vertu búinn að þessu, þegar jeg kem um sólarlag í kvöld“. Frh.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.