Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1928, Blaðsíða 8

Æskan - 01.05.1928, Blaðsíða 8
40 ÆSK AN slóreflis vönd í hendi. Hann spurði eftir umskiftingnum. Frh. st Æshan óskar öllum lesendum sínum gleöi- legs sumars og þakkar þeim fyrir viðskiftin á liðnum vetri. Þeir kaupendur blaðsins, sem kunna að hafa bústaðaskifti nú i vor, eru vinsamlega beðnir að geta þess við afgreiðslumanninn, Jóh. Ögm. Oddsson. Gjalddagi Æskunnar er 1. .júlí. Þess eru kaupendur blaðsins l)eðnir að minnast. Ýmsir eldri árgangar fást hjá afgreiðslu- manni blaðsins. Er þar völ góðra lesbóka handa börnum og unglingum. Foreldrar munu tæpast geta fengið jafnódýrar lesbækur handa börnum sinum. Árgangarnir kosta kr. 1,50 og kr. 2,00. Tíu siðustu árgangarnir kosta allir 10 krónur, cf borgað er um lcið og pöntun er send. Skólar og lestrarfjelug, sem myndu kaupa mikið, fá sjerstök kjör. Æslcan er mik- ið notuð sem lesbók i stærsta barnaskóla landsins. Margir spyrjn mn einstök blöð, sem þá vant- ar í eldri árganga. Scndið afgreiðslumanni greinilega skýrslu yfir þau blöð, sem vanta. Mun þá verða úr bætt, ef unt er. Kaupbætir til nýrra kaupcnda verður sendur jafnóðum og menn borga. Gerið þvi skil á rjettum gjalddaga. 800 nýja kaupendur hefir Æskan fengið síðan um nýár. Þó er lnin lítt þekt í sumum hjeruðum landsins. Okkur vantar útsölumenn á Reyðarfirði, Mjóafirði, Þingeyri, Grindavik, Sandgerði og viðar. Væri gott ef einhver gæti bcnt á nýja útsölumenn. Nokkrir útsölumenn eru að keppast um vasa- úrið, sem Æskan lofaði þeim, er flesta nýja kaupendur fengi. Hver fœr úrið? Sl Ráðningar á þrautum f síðasta blaði. Myndaþrautin. .4 myndinni er þetta: selur, •1 svanir, hundur, hestur, ugla, flóðhestur, hjeri, örn, álka, önd, strútfugl, 2 menn, 2 drengir, kirkja, jólasveinn, teningur, 2 atjörn- ur, auga, þrihyrningur, auglýsingaspjald, rit- blý, tveir í tölu, hringur, vindill, 2 x, stigi. Reikningsþrautin. — Drengurinn fekk 5 kr. fyrir skinnið, en kr. 12,50 fyrir alt saman. # A.: „Frú Petersen er vist hætt að spila á pfanó eftir dauða manns sins“. fí.: „Nci, en hún spilar bara á svörtu nót- urnar". Einu sinni fór maður nokkur i baðhús og týndi vestinu sinu. Ári siðar fór hann í bað- húsið aftur. Þá fann hann vestið sitt innan- undir skyrtunni sinni. # Gáta. 0. Eina veit cg auðarlin iðju stunda þarfa, drjúgum rífur systkin sin, sist vill annað starfa. R i t s t j.: Gudm. Gislason, Margrjet Jónsdóttir. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.