Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1928, Blaðsíða 6

Æskan - 01.07.1928, Blaðsíða 6
54 ÆSKAN litli, silfurtæri lækurinn, sem hafði veitt henni ótal ánægjustundir. Hún hafði stiklað þar á steinunum, hent sig yfir hann, hvar sem var og vaðið hyljina fram og aftur. Og mörgum sinnum hafði hún leikið sjer við uppspretturn- ar í lækjarbotninum, kastað berjum of- an í vatnið og látið ólgandi uppsprett- una færa sjer þau aftur upp á yfirborð- ið. — En nú varð hún frá að hverfa við svo búið. Hún beygði upp ineð læknum alla leið upp fyrir botninn, reið siðan upp í Fossbrekkuna, til þess að skygn- ast ofan í hvammana og niður með ánni. En þar var engin lifandi vera sjáanleg. Siggu var ælíð órótt i huga, ef hún átti leið fram hjá fossinum, þegar rökkva tók. En inargan sólbjartan sum- ardag hafði hún setið þar geiglaus og látið sig dreyma við dularfullu söngv- ana hans. Stundum var tónninn svo angurblíður og þrunginn af sorg og söknuði. Og þá varð hún sannl'ærð um, að það væri satt, sem amma hennar hafði sagt henni, að ógæl'usamur huldu- sveinn byggi í berginu. En aldrei höfðu hljómarnir verið þýðari og þróttmeiri en í dag, og aldrei hafði úðinn teygt sig meira upp í loítið — alla Ieið upp til þokunnar, eins og hann vildi hvísla einhverju að henni. — „Blessuð þokan“, varð Siggu ósjálf- rátt að orði. Ef til vill var það hún, kóngsdóttirin í álögum, sem huldu- sveinninn ógæfusami harmaði og þráði. Og Sigga óskaði þess af öllu hjarta, að hver einasti maður blessaði þokuna, því að þá átti hún að losna úr álögunum. En Sigga varð að hraða sjer. Hún veifaði litlu birkihríslunni, sem hún hjelt á í hendinni, svo að Rauðka sá þess kostinn vænstan að greiðka spor- ið. Hún reið upp á hverja hæð og hó- aði alt hvað af lók. Ef til vill lágu ærn- ar í einhverri skógarlautinni skamt í burtu. Kátur hljóp geltandi i allar átt- ir, en kom að vörmu spori aftur til Siggu með öánægjusvip. Nú hætti Siggu að lítast á blikuna. Ef til vill höfðu ærnar rásað austur fyrir heiði og lent saman við Fellsærn- ar. Og það kom grátkökkur i hálsinn á henni, þegar hún hugsaði uin það, hvernig hún gæti aðskilið ærnar. Hún vissi það ofurvel, að hún var ekki fjár- glögg. Strákarnir höfðu svo oft strítt henni með því. — Nú gat hún ekki lengur stöðvað tárin. Hún henti sjer af baki, lagðist grátandi niður í brekkuna og hað guð heitt og innilega að hjálpa sjer.--------- Sigga hrökk við. Hún heyrði hundgá skamt frá sjer, og niður með hólnum rann stór fjárhópur. En Gvendur á Felli reið í harðaspretti austur heiðina með nokkrar kindur á undan sjer. Hún flýtti sjer á hak, reið á eftir ánum og kaslaði tölu á þær. Þarna voru þær all- ar í einum hóp, ærnar, sem hún hafði verið að leita að — og Höfða-Kolla fremst í flokki. Það var svo' sein auðvit- að, að hún hefði ráðið ferðinni, fjalla- fálan sú arna. Glöð í huga hjelt Sigga litla heimleið- is á eftir ánuin. — En hvað guð var nú góður að láta Gvend á Felli finna ærnar hennar og víkja þeim í veg fyrir hana. Þegar Sigga litla koin heim, var vinnukonan að kvía ærnar, sem heima voru, en mamma hennar kom með mjaltaföturnar lieiman frá bænum. „Þú ert komin með ærnar, Sigga mín“, sagði mamma hennar. „Þú varst dugleg að finna þær allar í þokunni. Nú skaltu fara heim og borða morgun- matinn þinn. Við Fríða mjólkum einar í þetta sinn. Þjer veitir ekki af að hvíla þig, þú ert lniin að hafa svo mikið fyrir ánum“. „Blessuð mamma mín“, hugsaði Sigga. — „En hvað hún Sveina á Hóli á hágt að eiga enga mömmu“. V.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.