Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1928, Blaðsíða 7

Æskan - 01.07.1928, Blaðsíða 7
ÆSK AN 55 Góðar fYrirmynclir. „Ó, faðir, gjör mig lítið ljós um lifs míns stutta sUeið, til hjálpar hverjum hal og drós, sem liefir vilst af leið“. Matth. Joch. „Segðu rnjer nokkuð, litla strá, þú, sem altaf ert að smástækka, heldurðu, að þú getir komið nokkru til vegar á svona stóru engi og á svona stórri jörð?“ „Já, jeg hjálpa til að klæða jörðina og gjöra engið grænt“. „En þú ert svo ósköp lítið, stráið mitt. Er þjer þetta ekki ofætlun?“ „Satt er það, jeg er ekki nema litið strá, en við erum inörg, litlu stráin, og þegar við öll hjálpumst að, þá gjör- um við engi og grundir fagurgrænar“. „Þetta er alveg rjett, stráið mitt litla. Vertu samtaka systkinum þínum, og hafðu þökk fyrir starf þitt“......... „Góðan daginn, blómið mitt litla. Þú ert altaf að fríkka og stækka. Held- urðu, að þú sjert til nokkurs gagns i þessum heimi?“ „Já, það held jeg. Jeg prýði landið og fylli loftið blómailmi“. „En þú ert svo lítið, og jörðin er svo stór. Heldurðu ekki, að þetta sje þjer ofvaxið?" „Satt er það, að jeg er smávaxið og get lítið einsamalt. En — við erum mörg blómin, og hjálpum hvert öðru til þess að skreyta jörðina og fylla loftið angan.. „Það er rjett, alveg rjett. Guð blessi þig, litla blóm. Þökk fyrir fegurð þína og ilm“...... „Hvert er erindi þitt, litli regndropi? þú fellur óraveg gegnum geiminn, nið- ur lil jarðarinnar. Hvað getur þú gert í þessum stóra heimi?“ „Jeg er að vökva jörðina og endur- næra grösin og blómin“. „Blessaður vertu! Hvað heldurðu, að þú getir vökvað jörðina. Þú, svona lítill". „Já, jeg er ofboð lítill, og það ber ekki mikið á mjer einsömlum, en við erum margir bræðurnir. Ef enginn okk- ar kæmi, inyndu grösin, blóinin og trjen brátt deyja. Þegar við koinum, þroskast trjen, blómin springa út og grundirnar grænka“. „Það er alveg rjett, litli regndropi. Bestu þakkir fvrir starf þitt. Þú ert þarfur, þótt þú sjert lítill“..... „Góðan daginn, sólargeisli! Þú ert að skína allan daginn. Til hvers ertu að því? Hvert er hlutverk þitt í veröld- inni?“ „Jeg er að fylla hana með birtu og gleði“. „Það er mikið i fang færst, vinur minn. Veröldin er stór, köld og skugga- leg, en þú ert svo ósköp lítill". „Satt mun það að vísu, en jeg er ekki einn um starfið. Jeg á ótal bræður. Á inorgnana komum við allir í hóp, og þá brosa blómin og börnin. Margt gott og fallegt er kenl við ljósið olckar, þótt við sjeum litlir". „Rjett er það, sólargeisli. Bestu þakk- ir fyrir birtu þina og hvert bros, er þú veldur“...... Litia strá og litla blóm, litli regndropi og litli sólargeisli! Þið eruð góðar fyr- irmyndir. Jeg ætla að reyna að likjast ykkur. Þólt jeg sje aðeins lítið barn, get jeg reynt að sýna iðni, hlýðni og lipurð. Þá verð jeg til gleði á heimili minu, eins og sólargeislinn. Heimurinn kvað vera stór, og margir segja, að hann sje kaldur og skuggalegur. En — ef við börnin biðjum guð að hjálpa okkur, og erum samtaka, þá getum við glatt marga, sem hágt eiga, og breytt gróðurlausu blettunuin í blómareiti. Þýtt. Einar. *

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.