Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1928, Blaðsíða 15

Æskan - 01.07.1928, Blaðsíða 15
ÆSK AN 63 ***************************************** * * í ^^'ms^iftinquTÍnn. * * Eftiv Selmu Lagerlöf. M. Jónsdóttir þýddi■ * * * ***************************************** Framh. Nokkur ár voru liðin. Bóndakönan sat einn morgun ein í stofunni sinni. Hún var að bæta barna- föt. Þar var hver bótin við aðra. Konan stundi þungan og sagði við sjálfa sig: „Sá á enga sældardaga, sem leggur gustukabarni lið“. Hún saumaði i ákafa, en altaf fann hún ný og ný göt. Hún var orðin þreytt og gat varla tára bundist. „En það veit jeg, að ekki mundi jeg telja nálsporin, væri jeg að gerá við fötin hans sonar míns", hugsaði hún. „Mikið er jeg búin að þola fyrir þetta vesalings barn“, sagði konan við sjálfa sig, þegar hún byrjaði á næstu bótinni. „Rjettast væri, að jeg færi með hann út i skóginn og skildi hann þar eftir. Hver veit nema að hann kæmist þá heim til sin? En — jeg þyrfti nú ekki að hafa svo mikið fyrir þvi að losna við hann. Ef jeg hefði ekki stöðugar gætur á honum, þá mundi hann fara sjer að voða, drekkja sjer í brunnin- um, eða hundarnir kæmu og bitu hann. Allir á heimilinu hata hann. Já, — það væri litill vandi að losna við hann“. Konan stóð nú á fætur og gekk að rúmi, sem var í einu stofuhorninu. Þar lá drengurinn sofandi. Hún horfði á hann um stund. Hann hafði stækkað og var nú ennþá ófrýnilegri en þegar hún sá hann i fyrsta sinni. Munnurinn liktist gini, augabrúnirnar bunguðu fram, kafloðnar og svartar, og hörund- ið var biksvart. „Það minsta er nú að vaka yfir þjer og gera við fötin þin. — En maðurinn ininn hefir andstygð á mjer, vinnu- mennirnir fyrirlíta mig, vinnukonurn- ar hæðast að mjer, kötturinn hvæsir, þegar hann sjer mig, hundurinn urrar og geltir að mjer, og þii einn átt sök á þessu öllu. En það allra versta er þó það, að í hvert sinni, sem jeg lít á þig, man jeg eftir drengnum minum. — Blessaður litli glókollurinn minn, hvar skyldi hann nú vera niður kominn; ef til vill liggur hann nú á heyi og hrísi i helli tröllskessunnar, — ef hann er þá á lifi“. Dyrnar opnuðust, og flýtti konan sjer þá til vinnu sinnar. Það var bóndinn, sem inn kom. Hann var glaðari i bragði og vingjarnlegri heldur en hann hafði lengi verið. „Það er markaður i þorpinu i dag“, mælti hann. „Ættum við ekki að fara þangað?" Það hýrnaði yfir konunni við þessi orð, og kvaðst hún gjarna vilja fara. „Þá skaltu búa þig i snatri". sagði maðurinn. „Við verðum að fara gang- andi, því að hestarnir eru langl úti i haga. En ef við förum skemstu leið, yfir fjallið, þá komum við í tæka tíð“. Eftir skamma stund, stóð bónda- kona sparibúin í dyrunum. Þetta var mesti gleðidagur, sem hún hafði lifað í mörg ár, og hún hafði steingleymt umskiftingnum. En alt i einu datt henni í hug, að nú ætlaði bóndi að narra sig að heiman, til þess að hægt væri að fyrirkoma umskiftingnum á meðan. Hún flýtti sjer inn í stofuna og kom aftur að vörmu spori, með strákinn á handleggnum, þennan lika litla slött- ólf.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.