Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1928, Blaðsíða 3

Æskan - 01.09.1928, Blaðsíða 3
ÆSK AN 67 „Ekki launum við gott með illu. Hann gaf okkur hlýjar liúfur á höf- uðið, svo að við þyrftum ekki að norpa berhöfðaðir í næðingnum“. Þeir hjeldu nú áfram að mala, og ljetu Hring i friði. Hjelt hann leiðar sinnar. Þegar hann kom til skógar- höggsmannanna, heyrði liann hrópin í drotningu: „Höggvið þið Hring, höggvið hann niður“. En þeir svöruðu: „Ekki launum við gott með illu. Hann gaf okkur stálaxirnar, og ef við Iiefðum ekki fengið þær, yrðum við enn í dag að basla með bitlausum trjeöxum“. Þeir tóku aftur til að liöggva og ljelu Hring í friði fara. Þegar hann kom til trjeskeranna, heyrði hann ópin enn á ný: „Takið liann, trjeskerar, tætið hann sundur“. Þeir brugðu hnífunum, en þegar þeir þektu Hring, sögðu þeir: „Ekki launum við gott með illu. Hann gaf okkur þessa ágætis hnifa, og ef við hefðum ekki fengið þá, yrðum við að sitja hjer til eilífðar og sarga með bitlausum trjehnífum“. Þcir ljetust ekki sjá Hring, er hann skaust fram hjá þeiin, og hraðaði hann nú för sinni, uns hann lcom til hafgúunnar. Hún ætlaði ekki að trúa sínum eigin augum, þegar hann fekk henni eskið með skartgripunum, en Ijest vera hin ánægðasta og hað Hring að búa sig til brúðlcaups, næsta dag. Hringur var nú ákaflega feginn að vera kominn heill úr þessari liættu- för. En um kvöldið, þegar hann var genginn til hvílu, kom Hlaðbjört til hans og sagði: „Við verðum að forða olckur lijeð- an hið skjótasta. Hafgúan er viti sínu fjær af bræði, og nú er um lifið að tefla“. „Það er nú ljettara sagt en gert“, svaraði Hringur. „Jeg hefi nú fengið i dag að reyna, hve örðugt er að losna úr tröllahöndum“. „Ó, ekki deyjum við ráðalaus“, svaraði Hlaðbjört. Ef þú vilt heita mjer því, að fylgja mjer fyrst heim til föður míns, skal jeg síðan vísa þjer veginn heim i riki föður þins“. Hringur hjet henni því, og kvaðst einkis óska fremur en að fá ávalt að vera með henni. „Þá skalt þú“, svaraði liún, „fara niður í hesthúsið, og leggja gullsöðul- inn á brúna folann, en silfursöðulinn á brúnu liryssuna, og bíddu min svo þar, þvi að það er ýmislegt smávegis, sem jeg þarf að gjöra, áður en jeg fer“. — Hringur gerði sem fyrir hann var lagt. Hlaðhjört fór inn í hei'bergi sitt, tók nokkrar tuskur og vafði þær sam- an i þi'já böggla, sem liktust brúð- um, skar sig í fingur og ljet sinn dropann drjúpa á livei'ja brúðu. Sið- an magnaði lxún þæi', svo að þær gátu talað, og sagði við þær: „Nii skuluð þið svara fyrir mig, ineðan jeg er í burtu“. Frh. Sl Kvöldbæn. Láttu engil ljóssins vaka, ljósið sólar þegar dvín, myrkrið svo ei rnegi saka, mildi Jesú, kom til mín. Láttu bjarta ljósið þitt, ljósið veilca tendra mitt, svo jeg gangi guðs á vegi, gott eitt vinni á liverjum degi. M.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.