Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1928, Blaðsíða 2

Æskan - 01.10.1928, Blaðsíða 2
74 ÆSKAN Ú er sumarið blessaö li'ðið, og sólbjörtu dögunum fækkar. Jeg vona að þið öll liafið not- ið þessa yndislega sumars, sem nú er að kveðja. Það er holt og gott að vera úti á sumrin við leiki og vinnu. Þá verður maður liraustur og tápmikill. Öll börn lilakka til sumarsins, af þvi að þá geta þau verið svo mikið úti og baðað sig í sumarbliðunni. Þegar haustið kémur og veturinn, breytist þetta. Veðráttan breytist og störfin með. Störf barnanna að vetrinum eru margþætt, og það er full ástæða til að hlakka til þeirra. Þá ganga börnin í skóla. Þar læra þau margt fallegt. Þau læra að þekkja landið sitt og náttúruna um- hverfis. Þar kynnast þau sögu for- feðra sinna. En umfram alt eiga þau að læra að vera góð börn. Slcólinn bjálpar þeim til þess að verða að manni. Þetta var nú ekki svona, fyrir 50 árum. Jeg skal segja ykkur sögu af lítilli telpu, sem sýnir, hvað gert var fyrir litlu telpurnar þá. Litla telpan var altaf kölluð Lauga. Hún var ógn lítil, þegar hún fór frá foreldrum sínum. Þá komst bún til vandalausra. Litlu stúlkunni leið ekki altaf vel. Hún varð að vinna mikið, strax og liún gat. Á sumrin varð hún að sitja yfir ánum, langt úti i liaga. Oft leiddist henni. En hún þorði aldrei að tala um það. Mamma hennar var svo langt i burtu. — Þegár veturinn kom, varð hún að vera í fjósinu. Það voru 5 kýr á hænum. Verst þótti henni að sækja vatnið, þegar vont var veður. Þá var henni oft kalt. Iiún var svo illa klædd. Vatnið skvettist upp úr föt- unni, svo að hún varð vot i fæturna. Á daginn var hún látin sitja við að tvinna band, eða prjóna sjóvetlinga. Þá langaði veslings Laugu út til kraklcanna, sem voru að leika sjer úti. Hún fekk sjaldan að fara til þeirra. Gömul kona á bænum kendi henni að lesa. Þegar hún gat stautað, fór hún að læra lcverið. Það var það eina, sem hún fekk að læra. Drengirnir á bænum fengu að læra að skrifa. Laugu litlu langaði ósköp mikið til þess líka. En það var ekki álitið í þá daga, að litlar stúlkur þyrftu að kunna að skrifa. Henni var því liarðbannað að hugsa um það. En Lauga litla gafst eldci upp. Hún fekk gamlan penna hjá einum drengjanna. Forslcrift fekk liún líka. Ekki hafði hún annað blelc en kálfs- blóð. Verst var það þó ,að hún mátti engan láta sjá til sín. Hún fór því að basla við að draga til stafs úti í fjósi. Hún hafði ekkert fallegt skóla- borð til þess að sitja við. Það gekk seint að læra skriftina við grútar- Ijósið i fjósinu. Einu sinni kom það fyrir, að búsbóndinn sá til hennar. Skriffærin voru þá tekin af henni. Þá grjet Lauga litla. En hún fekk aftur pennaræfil og pappirsmiða. Hún liætti elcki fyr en hún kunni að skrifa dálítið. — Sjáið þið nú til. Þetta var stúlka, sem vildi læra. Það er þó

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.