Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1928, Blaðsíða 5

Æskan - 01.10.1928, Blaðsíða 5
ÆSK Aft 77 Vaskir drengir. í fyrra vor flutti eitt norðanblað- anna frásögn af atviki einu, sem gerðist á Eyhildarholti i Skagafirði sumarið 1926. Tveir drengir, sjö ára Stefán (7 ára) og ]ón (7 ára). að aldri, hjörguðu af frábæru snar- ræði harni frá bráðum bana í Hjer- aðsvötnum. Lýsing sú af fyrgreindum atburði, sem hjer fer á eftir, er eftir frásögn föður barnanna tveggja, Pjetri Jóns- syni, nú bónda að Brúnastöðum í Fljótum, og nokkru fyllri en fjrrnefnd frásögn blaðsins, en annars henni samhljóða í öllum aðalatriðum. Það rýrir ekki gildi þessarar þrekraunar, að það eru börn, sem hana hafa unnið. Þvert á móti vekur það undr- un, hve drengirnir báðir voru skjótir og samtaka um bjargráðin, þar sem mörgum fullorðnum mundi liafa fallist hendur undir sömu kringum- stæðum. Hjeraðsvötnin eru hæði vatnsmikil og straumþung jökulvötn. Þau falla rjett við bæinn á Eyhildarholti, og er þaðan sótl neysluvatn frá bænum. Á þessu svæði eru þau 20—30 faðma breið og miklu dýpri en svo við bakkaún, að mannstætt sje, enda straumhraðinn afarmikill. Þar sem neysluvatnið er tekið, falla vötnin i streng undir liáan bakka, sem þau hafa grafið sundur, en viða hafa stórir jarðhnausar fallið úr bakkan- um fram í vötnin. Af einum slíkum hnaus er vatnið tekið. Af bakkan- um niður á linausinn er hnjehátt, en af hnausnum misdjúpt niður að vatnsborðinu, eftir vatnsmegni jök- ulárinnar. Þegar atburður sá gerðist, sem hjer er frá skýrt, voru vötnin í vexti og ultu fram kolmórauð og ægileg. Hnausinn, þar sem vatnið var tekið, var bæði blautur og sleipur eftir vatnsbylgjur, sem gengið höfðu yfir liann. Góðviðrisdag einn í slátt- arbyrjun voru nokkur börn að leika sjer þarna á bakkanum, þar á meðal tvö börn Pjeturs Jónssonar, María 4 ára, og Jón 7 ára, og ennfremur bróðir Pjeturs, einnig 7 ára, Stefán að nafni. Er Stefán vngstur af 13 systkinum, en Jón er nú, þegar þetta er ritað, elstur af 9 systkinum. Er nú börnin voru að leika sjer þarna á María (4 ára). bakkanum, bar svo til alt í einu, að María litla stekkur niður á hnausinn, en missir um leið fótanna og fellur á höfuðið fram í strenginn. Brugðu

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.