Æskan

Volume

Æskan - 01.12.1928, Page 1

Æskan - 01.12.1928, Page 1
XXIX. árg. 12. blað. Reykjavik, — Desember 1928. Hringur og Hlaðbjört. Æfintýri. Niðurl. Nú átti hinn nœsti að freista gæfunn- ar. Þegar leið að kvöldi, tritlaöi hann tindilfættur út í kotið til karlsdóttur, og viðraði sig upp við hana sem best hann kunni, skjallaði og stjanaði og' hjálpaði henni við kvöldverkin. Hlað- björt Ijet sjer það vel lika. Alt í einu varð henni að orði: ,,Æ, nú gleymdi jeg að loka útidyrunum. Jeg ætla að skreppa út og læsa, annars verður kalt hjer í nótt“. „Leyfðu mjer að taka af þjer ómakið“, sagði hirðmaður, og var allur á hjólum af ánægju. „Já, Það máttu gjarna“, svaraði Hlaðbjört, „en segðu mjer til, þegar þú heldur urn lok- una“. „Já, nú held jeg um hana“, kall- aði hann inn. Þá hló Hlaðbjört, og sagði: „Maður haldi hurð. luirð haldi manni uns birtir brún af degi“. í sömu andrá urðu hendur hirðmanns- íns fastar við lokuna, og fekk hann mcð engu móti losað þær. Og hurðin skelt- ist upp og aftur alla nóttina, og var aldrei kyr, hvernig sem hirðmaður sparn á móti og kjöltraði og bað fyrir sjer. Ilurðin var alveg heyrnarlaus. Þessu fór fram alla nóttina, en um leið og ijómaði af degi losnaði hann. Var hann þá orðinn svo þrekaður, að hann gat með naumindum dregist heim í kóngsgarð. Fjelagar hans voru kými- leitir, og einn leyfði sjer að spyrja, hvort hann hefði nokkuð orðið var við loku nokkra. Hann kvað engan um það varða, og kúrði sig niður í hól sitt. Næsta kvöld átti hinn yngsti að freista gæfunnar. Bar hann sig i öllu lilct að og fjelagar hans, og Hlaðbjört ,-ar hin hlíðasta. Var hann í sjöunda himni af ánægju og vildi alt fyrir hana gera. Þegar þau höfðu lengi setið og malað saman varð henni alt í einu að orði: „Æ, nú hefi jeg gleymt að láta kálfinn inn. Jeg ætla að hlaupa og gera það snöggvast". „Elsku hesta, lofaðu mjer aö gera það“, mælti hirðmaður. „Jæja, þú mátt það þá“, svaraði hún, „en segðu mjer lil, þegar þú ert búinn að ná í hann“. „Nú er jeg búinn að ná í hann“, kall- aði hann inn, og greip um leið i rófuna á kálfinum. Þá skellihló Hlaðbjört og sagði: Maður haldi rófu, og rófa manni, hendist hann um fjöll og lilaupi um dali uns birtir brún af degi. Og það varð nú meiri kálfadansinn. Kálfskömmin hentist yfir mela og móa,

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.