Æskan

Árgangur

Æskan - 15.12.1928, Blaðsíða 5

Æskan - 15.12.1928, Blaðsíða 5
JÓLABLAÐ ÆSKUNNAR 3 rr ^jS^slfan og jclxn. ■ ^ ^ -S" ♦ vs Eftir síra Árna Sigurðsson, A Ó Ð I R I N heilsga með barnið í faðmi boðar þjer gleðileg jól, ungi lesandi! Hátíð æskunn- ar er komin. Jólaljós loga, jólasálmar heyrast, jólahringing hljómar. Hvað boða þau ljós? Hvað boða þeir hljóm- ar? Svar: „Heims um ból helg eru jól; signuð mær son Guðs ól, frelsun mannanna, frelsisins lind, frumglæði ljóssins, en gjörvöll mannkind meinvill í myrkrunum lá“. Engill friðar og fagnaðar er á ferð um fjöll og dali og guðar á hvern glugga í breiðri bygð. Inn í kotbæ fátæklingsins, inn í stór- hýsi efnamannsins vill hann að berist óskin: Gleðileg jól í hvert hús! Gleðileg jól í hvert hjarta! Sjá, jeg flyt yður mikinn fögnuð, er veitast mun öllum lýð. Vður er frelsari fæddur! Það bar ekki mikið á fæðingu hans, sem hin helga móðir ber í faðmi sjer. Þessa atburðar er hvergi getið í sagnaritum þátímans. Nýja-testa- mentið eitt, veit af þeirri barnsfæðingu að segja. Heiminum virtist það svo lítil tíð- indi, þetta, sem gerðist í Betlehem: Fátæk kona af góðum ættum fæddi sinn frum- getna son. Fyrsta hvílurúm hans var jatan. Og fátækir hirðar heilsa fyrstir hinum ný- fædda konungi konunganna, segir hin heil- aga saga. En nú er alt þetta breytt. Barnið, sem borið var í móðurfaðmi Maríu, skín nú eins og sólin yfir alla jörð. Frá því stafar geislum Ijóss og fegurðar gegn um allar aldir, sem síðan eru liðnar. Hvert lítið jólaljós má minna æskuna á þá birtu, sem frá Jesú Kristi skín. Hvað veist þú, ungi lesandi, um þau konunga- og höfðingjabörn, sem hvíldu í skrautbúnum rúmum við dún og silki fyrir 1928 árum? Ekkert. Þau eru gleymd flest- um. En eftir barninu, sem í jötunni hvíldi, muna allir. Allir blessa það. Allir tilbiðja það. Allir, sem elska það, sem fagurt er og guðdómlegt. Hvað lærir þú af þessu? Það, að barnið í faðmi Maríu var tignasta, göfugasta barnið, sem borið hefir verið á

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.