Æskan

Árgangur

Æskan - 15.12.1928, Blaðsíða 8

Æskan - 15.12.1928, Blaðsíða 8
6 ]ÓLABLAÐ ÆSKUNNAR >Heldur hvað?« sagði óðalseigandinn. »]eg hefi aldrei á ævi minni tekið svo mikið sem smágrein í illum tilgangi«. »Nú, — en hvað átti að gera við þetta trje, sem varla nægir í skófluskaft? Ekki er mikill eldiviður í því«. »]eg bið fyrirgefningar — en það átti að verða jólatrje handa barninu mínu«. »Ekki eru orðin ljót«, sagði óðalseig- andinn og glotti. »En þjóf og ræningja, sem staðinn er að verki, látum við ekki hlaupa leiðar sinnar lausan og liðugan. Takið hann höndum, skógarvörður. Það er best, að dýblissan geymi hann um jólin«. Ljenharður stappaði niður fótunum. Bræði og þrái sauð niðri í honum. Hann vissi það vel, að hann var þjófur, en hins vegar fann hann, að honum var gert rangt til. En hann mælti ekki orð frá munni. Þögull og þungbúinn horfði hann niður fyrir sig, ljet leggja á sig fjöturinn og leiða sig burt. Hann, sem hafði gætt sín alla ævi og lifað grandvöru líferni, honum er nú varp- að í dýblissu, þar sem ræninginn sat á undan honum og landshornamaðurinn kemur á eftir honum. Þetta eru jólin hans. En grenitrjeð litla lá eftir á frosinni jörðinni, og í stað jólakertanna blikuðu og sindruðu klakapípurnar á greinum þess. II. Óðalseigandinn á Gjallarheimi hjelt nú heim til sín, bæði glaður og reiður. Gleðin yfir því, að hafa handtekið þjófinn, sefaði smátt og smátt reiðina yfir stuldinum. En þegar hann kom heim, var þar alt á tjá og tundri. Þjóðvaldur litli sonur hans, sjö ára gam- all, hafði riðið út á skóg að skemta sjer síðari hluta dags eins og hann var vanur. Óðalshöllin var frá 16. öld, og var í henni vopnabúr, fult af alls konar vopnum og herklæðum. Nú hafði Þjóðvaldur litli fundið sjer þar herklæði, sem hann ljet hestasvein- inn hreinsa og fága, og fór hann þvínæst í þau. Síðan reið hann af stað í hringa- brynju, með hjálm og sverð á linda. Hann þóttist vera ungur riddari á leið til burt- reiðar. Hesturinn var gammviljugur og geystist með hann beint inn í myrkviðinn. Tíminn leið — en Þjóðvaldur kom ekki heim á venjulegum tíma. Nú var farið að snjóa og byrjað að rökkva — en ekki kom hann. Þegar ráðsmaðurinn kveikti á ljóskerunum úti í hallargarðinum, kom hesturinn froðufellandi á harða spretti með flaksandi faxið. — En hann var mannlaus. Þá brá öllum illa við. Móðir Þjóðvalds leið í ómegin. Faðir hans æddi fram og aftur í fáti, fölur sem nár. Þjónustufólkið vafðist hvað fyrir öðru. Allir kveinuðu há- stöfum yfir hvarfi óðalserfingjans. Þjónar þeystu til skógar. Vörðurinn vissi ekki hvað hann gerði og rauk til og hringdi herklukkunni. Móðir Þjóðvalds var hin fyrsta, sem komst til sjálfrar sín aftur. Hún hljóp út í dimmuna og snjóinn og kallaði hárri röddu á barnið sitt, svo lengi sem hún gat nokkru hljóði upp komið. Hún reik- aði um heiðar og skóga; og þar sem krossmark varð á vegi hennar, fjell hún á knje og fórnaði höndum til himins. Óðalseigandinn æddi eins og villidýr um hæðir og dali. Nú hefði hann getað grát- bænt sjer til hjálpar rádýrin og krónhjört- inn, sem hann var vanur að elta með hlaðna byssu í vígamóði. »Hafið þið ekki sjeð barnið mitt?« langaði hann til að spyrja. En dýrin flýðu í ofboði. Inni í skóginum hrasaði hann um fallið smátrje. Það var kvisturinn, sem Ljenharður hafði ætlað að taka. »]afnvel hann á konu og barn«, kvað við í huga óðalseigandans. Hann hljóp áfram og þeytti lúður sinn. Heimilisfólk hallarinnar var alt komið út á skóg að leita. En Ljenharður sat í fangaklefanum. Hann var sá eini, sem heima var í höllinni. »Þetta er ljóta jólanóttin«, sagði fólkið, sem var að leita. »Og ekki verður jóla- dagurinn skemtilegri«. Og það þeytti lúðra sína og hlustaði. Það skaut af byssum og beið eftir því, að því yrði gefið einhvers

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.