Æskan

Árgangur

Æskan - 15.12.1928, Blaðsíða 9

Æskan - 15.12.1928, Blaðsíða 9
JÓLABLAÐ ÆSKUNNAR 7 konar merki. Það var líka gert, en þegar runnið var á hljóðið, voru þar fyrir aðrir leitarmenn. Enginn hafði orðið drengsins var, og enginn vissi, hvað til bragðs skyldi taka. Loks skall á blindhríð. Stormurinn hristi trjástofnana og kæfði lúðraþytinn. Snjókornin og flyksurnar dönsuðu eins og rauðar stjörnur kringum blysin. Þá varð einhverjum að orði: »Nú breiðir drottinn nálín yfir jörðina*. III. »Þetta er ljóta jólanóttin*, stundi konan hans Ljenharðs í skógarkotinu. Hún gekk frá einum glugganum að öðrum og horfði út. í hvert skifti sem þrusk heyrðist hljóp hún til dyra — en ekki kom hann. »Nú kemur pabbi of seint til þess að hitta jóla- barnið«, sagði Magðalena litla. »Jeg skil ekkert í þessu«, sagði móðir hennar við sjálfa sig. »Of seint til jólabarnsins kemur hann nú vonandi ekki. En svona lengi hefir hann aldrei verið áður. Jeg er eitt- hvað svo kvíðafull í allan dag. Farðu nú að hátta, Magðalena«. Nú er klappað á gluggann. »Guði sje lof!« En ekki var það Ljenharður. Þetta var skógarhöggsmaður, sem framhjá gekk. Hann kallaði inn um gluggann og sagði: »Heyrðu, kona, hvað hefir hann gert fyrir sjer?« »Hver?« »Hann«. »Jeg veit ekki hvað þú átt við«, sagði konan kvíðafull. Hún hljóp út að glugganum. »Hvað veistu? Hvar er hann?« »Jeg mætti þeim áðan«, sagði skógarhöggsmaðurinn. »Hann hafði hattinn niðrí í augum, en jeg þekti hann samt. Hendurnar voru bundnar á bak aftur*. Konan rak upp hljóð. Skógar- höggsmaðurinn fór leiðar sinnar. Og nú er sorgin sest að í kotinu í skóginum, í stað jólabarnsins. Ef til vill er hún fyrirboði annars betra. Þar sem hjörtun þrá jólabarnið, getur ekkert ilt þrifist til langframa. »Farðu nú að hátta«, sagði konan við dóttur sína. Magðalena hrökk við, hún varð hrædd og hissa. Var þá ekki að- fangadagskvöld? Konan kæfði niðri í sjer grátinn. Það var það eina,' sem hún gat gert fyrir barnið sitt. Hún bljes í glæð- urnar á arninum aftur og aftur, en henni gekk illa að halda eldinum lifandi. í hvert skifti sem logi sloknaði á spæni, fanst Magðalenu, að einhver væri að gráta ein- hvers staðar. Þá spurði hún aftur um föður sinn. »Þegiðu nú«, sagði móðir hennar að lokum stygglega. En brátt bætti hún við í mýkri rómi: »Hann pabbi þinn er að leita að jólabarninu og hefir líklega vilst í skóginum«. »Hann hlýtur að finna það bráðum«, sagði Magðalena. »Jólabarnið er auðþekt, það hefir ljómandi stjörnu á brjóstinu, og augun eru eins og gimstein- ar«. »Það er svo«, sagði mamma hennar. Meira sagði hún ekki. Lengra og iengra leið á nóttina. Uti næddi vindurinn, og gluggatóftin var orðin full af snjó. Þessa nótt var gaman og gleði á hverju heimili, friður á jörðu. . . . Konan hans Ljenharðs kveikti á rauðu kerti. Það var ekki í fyrsta sinn, sem logaði á því — birtan var dauf og rauna- leg. Þegar faðir Ljenharðs dó, var kveikt á því. Nóttina sem þrumuveðrið geisaði og skriðan fjell og vatnsflóðið skall á kotinu, þá var kveikt á því líka. Og þegar Ljen- harður gamli og konan hans legðu aftur augun í síðasta sinn, þá átti líka að kveikja á rauða kertinu. Það var dánarkerti. Og nú, þegar elsti og dyggasti þjónninn á heimilinu, heiðarleikinn, var dáinn, þá var kveikt á því líka. Móðir Magðalenu fjell á knje frammi fyrir kertinu og bað til jólabarnsins. Hún bað ekki í ákafa, heldur í auð- mýkt og undirgefni: »Heilaga barn! Alt mitt legg jeg í hendur þínar. Ilt hefir hann ekki gert. Jeg hefi beðið þess daglega, að verndarengillinn hans yfirgæfi hann ekki. Fátækt og áhyggjur vil jeg bera með þögn og þolinmæði, en forðaðu mjer, góði guð, frá skömm og smán«. »Nú koma þeir«, hvíslaði Magðalena alt

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.