Æskan

Árgangur

Æskan - 15.12.1928, Blaðsíða 12

Æskan - 15.12.1928, Blaðsíða 12
10 JÓLABLAf) ÆSKUNNAR OOQOooqO” 00000000000 000000 °° 0000 oooo0oo°°°SS00ot>0° 00000000 0000 0 000 0‘’0000°°gO°o0008 O <?■ 00 o 000 o 00 o 00 ycooo 000000 0000 0000 00000000 000 oOO°0000°000000 °o°° °°°o 0000 ootjoooo oooooo0£ PjjTCLU'muT Jyóra liil a. Eflir Margrjeti Jónsdóttur. . o O o • Mynd eftir Djorn Djörnsson. o £0 o o o O o o Oo o Ó RI Iitli á Brekku var búinn að missa mömmu sína. Hún hafði dáið skömmu fyrir vetur- nætur og nú var komið fast að jólum. Dóri var aðeins 9 ára gamall, og honum haíði tekist furðanlega að sætta sig við móðurmissinn. En nú þegar jólin voru komin, rifjaðist alt upp fyrir honum að nýju. Hann hafði verið sendur inn á dal og var á heimleið. Það var aðfangadagur jóla og tekið að rökkva. — Jólahelgin nálgaðist. — Hvít fannbreiða láyfiröllu, og stjörnurnar voru nýbúnar að opna blikandi augun sín. Dóri fór sjer ofur hægt. Hafði honum þó verið sagt að flýta sjer, svo að hann gæti verið bú- inn að hafa fataskifti í tæka tíð. Hann leit upp í hlíðina. Skógarhrísl- urnar stóðu á kafi í snjó, og það litla, sem í þær sást, var bert og nakið og dökkleitt, svo að það minti á litinn á lík- kistunni hennar mömmu. Og snjórinn, öll þessi mjöll, hún var eins og líkklæðið, sem hann mundi svo vel eflir. Hvernig stóð á því, að hin börnin á bænum áttu bæði pabba og mömmu! Hann hafði aldrei sjeð pabba sinn, og guð tók mömmu hans frá honum. Allir sögðu, að mamma hans væri hjá guði, og að henni liði fjarska vel. — En hversvegna gat hún þá aldrei komið til Dóra, og hvernig gat henni liðið vel, þegar Dóri var ekki hjá henni. Um alt þetta var Dóri að hugsa, þar sem hann labbaði heimleiðis. Og hugsan- irnar urðu æ þyngri. Það var ekki Dóri hennar mömmu, sem rölti heim túnið á Brekku, það var þroskaður ungling- ur, sem glímdi við gátur tilverunnar. Heima á bænum varaltátjáog tundri. Fólkið var á þönum úti og inni, og allir voru, venju fremur, glaðir í bragði. En Dóra litla var svo þungt fyrir brjósti, að hann vissi ekki, hvað hann átti af sjer að gera. Hann læddist fram á sfofuloft. Þar var rúmflet eitt, er stundum var notað um sláttinn, þegar flest var fólkið. Einhverjir fataræflar voru í rúminu. Dóri grúfði sig niður í fataleppana og grjet með þungum ekka. — Og það var gott að gráta. — Þunginn hvarf smátt og smátt, og raunahugsanirnar hurfu á braut. Það var alveg eins og mamma væri að klappa ofan á hann, og hann heyrði rödd hennar í fjarska. Sofðu Ijúfi sveinninn minn, sit jeg hjer við stolihinn þinn. Þá þekti Dóri bros móður sinnar.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.